Sektir hækkaðar fyrir kaup á vændi í Osló - voru 200 þúsund ísl.krónur - verða 546 þúsund ísl.krónur!

Mikil aukning er sögð á götuvændi í Osló - gripið hefur verið til þess ráðs að hækka sektargreiðslur kaupenda vændis.

Á níunda áratugnum var uppi sama staða í Osló með aukningu á götuvændi - þá voru vændiskonurnar teknar í endurteknum rasíum lögreglunnar.

Gripu þá konur í Osló til þess að kanna hverjir kaupendur vændis væru - með þeirri "snilldar" aðferð að mála bíla vændiskaupenda með bleikri málningu.

Í framhaldi af þeirri aðgerð var farið að líta á ábyrgð vændidkaupenda - sem þróaðist til sektarlöggjafar um kaup á vændi í Noregi.

visir.is  um sektar hækkun fyrir vændiskaup


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband