Færsluflokkur: Heimspeki

Hvað segja dýrin ? - Sagan af henni MÍSKU - PÍSKU.

Míska - Píska var hefðarköttur og heimsborgari.

Hún fæddist í Santa Barbara - en fluttist til Íslands með eiganda sínum og kisumömmunni Coctho

Míska Písla var hálfur síams - mjög falleg kisa - ánægð með sjálfa sig og vildi láta dáðst að sér.

Hún fékk ríkulega aðdáun í fjölskyldunni enda kisurnar báðar virtar sem fullgildir fjölskyldumeðlimir í dýra elskandi fjölskyldu.

Míska Píska var mikill veðurviti - ef svo má segja - hún lét vita ef óveður var í aðsigi.

Hún gerði það með þeim hætti að nóttina áður en óveður skall á - æddi hún um húsið á slíkri fart - fram og til baka - fram og til baka - að ekki var svefnfriður fyrir henni.

Fjölskyldan þekkti þetta og tók mark á veðurspá Mísku Písku - reynslan hafði kennt þeim það.

Svo gerist það í júní mánuði - nánar tiltekið aðfaranótt 16.júní að Míska Píska er í æðiskasti -  spyrnir um húsið og heldur með því vöku fyrir fólkinu.

Ekki var búist við óveðri á þessum árstíma og tók því enginn mark á aðvörunaræði Mísku Písku í þetta sinn.

Engin veðurbrigði urðu daginn eftir.

Nóttina næstkomandi eða aðfaranótt 17. júní heldur Míska Píska uppteknum hætti og nóttina áður - æðir um húsið eins og vitlaus sé - nema hálfu verri en nóttina áður.

Enginn gat sofið fyrir látunum í henni.

Húsmóðirin á heimilinu taldi sig nú fullvissa um að kötturinn væri orðinn geðveikur að láta svona tvær nætur í röð - það hafði aldrei skeð áður.

Ekkert bólaði á óveðri né heldur voru fregnir af slíku frá Veðurstofu.

Viti menn kisan var ekki geðveik.

17. júní um miðjan dag urðu jarðskjálftarnir miklu sem lengi verða í manna minnum.

Míska Píska brást ekki - þó veðurstofan brygðist.

Jarðskjálftarnir komu öllum að óvörum nema Mísku Písku.

Þegar jarðskjálftarnir riðu yfir var Míska Píska salla róleg - kúrði sig hjá fólkinu og hughreysti þá sem

hræddir voru.Það gæti verið hugmynd fyrir Veðurstofuna að hafa sér til aðstoðar ferfættan veðurvita.  


mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið:

Lífið er eins og antikbúð - þar sem öllu ægir saman - ekkert er í röð og reglu - eða virkar þannig - nema betur sé að gáð.

Ef þú ferð á hraðferð í gegnum slíka búð - sérðu ekki neitt - allt rennur saman í eitt - DRASL - DRASL.

Þú sérð ekkert sem vekur áhuga þinn.

Veist í raun ekkert hvað er þar - innan dyra.

Þú æddir framhjá gersemunum - án þess að taka eftir þeim.

Þannig er heimurinn.

Þú getur ætt í gegnum hvern daginn af öðrum - án þess að grípa tækifærin sem allsstaðar leynast - ef þú bara tækir eftir þeim.

Æða -  á þess að uppgötva innihald lífsins.

Æða - án þess að finna samhljóminn við lífið sjálft.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband