Eftir margfaldan hringsnúning Ögmundar Jónassonar heilbrygðisráðherra í ESB málinu er ekki gott að segja hversu mikið vægi orð ráðherrans eiginlega hafa!

Nú er það Æsseif málið - og ráðherrann talar í sama véfréttar stíl og í ESB málinu eins og sá sem viskunni veldur og hefur yfir að ráða .............

Og hann  talar um að snúa bökum saman ópólitískt og hugsa aðeins um það eitt hvað þjóðinni er fyrir bestu.............allt þetta svo göfugt og gott að hverjum skyldi bjóða nokkuð annað í grun en göfuglyndi og gæska væri þar í för.........

En hafandi upplifað hringakstur ráðherrans í ESB málinu - þá er vart hægt að ásaka nokkurn fyrir þó hann viti ei gjörla hvað eitt skyldi halda............

En nú til að láta ráðherrann njóta vafans - að þá í góðri trú að trúa því að ráðherrann taki til varnar landi sínu og þjóð og segi - NEI - við ríkisábyrgð fyrir Æsseif. - þar sem hann aðeins vill þjóð sinni einungis það besta en ekki það að hneppast í Æsseif gildru fátæktar um ókomna tíð........... 

Gangi ráðherrann aftur á móti breiðaveginn gegn landi sínu og þjóð - þá munu kjósendur án vafa leysa hann frá allri pólitískri ábyrgð um ókomna tíð -  í næstu kosningum. 


mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Megum ekki gleyma hverskonar hringiðu Ögmundur og fleiri lentu í þegar þeir tóku við sökkvandi þjóðarskútunni. Verð að segja að held ekki að aðrir hefðu staðið sig betur í að vinna úr soranum. Nú þarf hann bara stuðning okkar til að halda sínu striki á beinu brautinni. Megum ekki gleyma að hann er mannlegur.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.7.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Benedikta E

Gefum honum tækifæri - sjáum hvernig hann kýs í Æsseif málinu.......

Hann kaus ekki samkvæmt þjóðarheill í ESB málinu........

Sjáum hvort hringekjan hans stoppar á - NEI -í Æsseif .......fylgjumst með kallinum!

Benedikta E, 22.7.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband