Þegar grunnframfærslan stendur ekki undir nauðþurftum fólks - skapast skortur og - NEYÐ - hjá fólki!

Stjórnvöld ganga markvisst fram í því að aumingjavæða almenning og orðið fátækt er ekki til í þeirra orðræðu - en hefur þess í stað fengið heitið þriðji geirinn í stjórnkerfinu-

 28. október 2010 hélt "velferðar"ráðherrann Guðbjartur Hannesson ráðstefnu um þriðja geirann - öðru nafni fátæktina því ekki stóð til hjá stjórnvöldum að fyrirbyggja meiri fátækt í landinu - heldur auka hana enda er annar geirinn öðru nafni milli stéttin á hraðferð niður í þriðja geirann í hungurbiðraðirnar í hundraðavís.

Yfirskrift ráðstefnunnar var "Hjálp til sjálfshjálpar" - Hjálparsamtökin sem staðið hafa fyrir hungurbiðröðunum voru boðin til ráðstefnunnar - EN - til hvers voru hjálparsamtök boðuð til þessarar ráðstefnu - JÚ - til að knýja á um - MEIRA - MEIRA  - framlag frá hjálparsamtökum svo stjórnvöld hefðu óheft flæði fjármagns í ESB - Æsseif og fleirmilljarða króna framlag til fátækra í Evrópulöndum - í staðin fyrir að vinna að lögbundinni og stjórnarskrá varinni velferð landsmanna á Íslandi. -

Síðan er það fyrsti geirinn því án hans væru ekki - annar og þriðji geirinn til - En fyrsta geirann skipa þeir sem halda öllu sínu - nema milljarða skuldum og kúlulánum sem afskrifað er - hjá fyrsta geiranum................................

Jóhönnu-óstjórnin brýtur stjórnarskrár varin landslög - en í 76. gr. Stjórnarskrárinnar segir svo. Öllum sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysi, örbirgðar og sambærilegra atvika - Öllum skal tryggð í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. - Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

Verum bara raunsæ - allt hækkar nema framfærslan - atvinnuleysið eykst og fátæklingunum fjölgar - HVAÐ - SVO..... í janúar ? 

Að afloknu kastljósi kvöldsins þar sem Vilborg Oddsdóttir fulltrúi hjálparstarfs kirkjunnar tjáði sig með slíkum eindæmum "faglega" að eigin sögn - um fátæktina í þjóðfélaginu og hungurbiðraðirnar - er ekki  við hæfi annað en að það komi fram reynsla nauðstaddra af því að leita eftir aðstoð hjá hjálparstarfi kirkjunnar - Eftir því sem orð fer og flýgur frá nauð stöddum og leitað hafa til hjálparstarfs kirkjunnar - þá verður ekki "fagmennskan"þar á bænum í askana látin - hjá nauðstöddum.


mbl.is Tilbúnar til að skoða matarkort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband