Borgarbúar treysta verksviti Hönnu Birnu - hún hefur sýnt það og sannað að hún gengur heilshugar til starfa sinna fyrir borgarbúa - að hætti hinnar hagsýnu húsmóður.

Hugðarefni Hönnu Birnu eru líka borgarmálin og velferð þeirra sem í borginni búa.

Borgarbúar taka ekki þá áhættu að borgarmálin verði gerð að einhverju tilrauna verkefni tækifærissinna - jafnvel í þeirra hjáverkum.

Það væri glapræði !

Íslendingar ættu nú þegar að hafa fengið nægan lærdóm af slíku !


mbl.is Vilja Hönnu Birnu áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Borghildur, æfinlega !

Telur þú til verksvits; stuðning hennar, og Katrínar Jakobsdóttur menntamála  ráðherfu, til austurs tuga Milljarða króna, í afkáralegt tónlistar monthúsið, niður við, fyrrum þróttmikið athafnasvæði ykkar Reykvíkinga, við höfnina ?

Fyrir nú utan; ''ráðdeild''  Hönnu Birnu, í REI afglapa hættinum ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Benedikta E

Sæll Óskar - Nei tónlistar-skemmunni hef ég alltaf verið alfarið á móti og þar með ráðslægi þeirra Hönnu Birnu og Katrínar Jakobsdóttur í því máli - botna reyndar ekkert í því enn hvað fékk þær til þessa athæfis...............!

En Hanna Birna gekk til andstöðu í REI ásamt fleirum - sem betur fer.

Það er ekki völ á öðrum betri borgarstjóra en Hönnu Birnu enda heyrist það á máli manna þvert á flokkspólitík.

Með bestu kveðju.

Borghildur.

Benedikta E, 1.5.2010 kl. 15:47

3 identicon

Heil og sæl á ný; Borghildur !

Fyrir ykkar hönd (Reykvízkra); gæti ég alveg sætt mig við manneskju, í þennan svonefnda Borgarmeistara (borgarstjóra) stól, sem væri gersneydd eitri því, sem flokkarnir 4 (B - D - S og V listar) hafa spúð frá sér - undanfarin ár, sem áratugi marga, Borghildur mín.

Þá væri vel; um ykkar framtíð alla.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 16:11

4 Smámynd: Benedikta E

Óskar - Ertu að segja að okkur í Reykjavík vanti ísbjörn í Húsdýragarðinn eða jafnvel á Austurvöll ? Þá myndi ég sjá til þess að honum = ísbirninum yrði hleypt inn í  Alþingishúsið á yfirstandandi þingfund þegar Jóhanna - Össur og Steingrímur væru þar örugglega til staðar já og einnig Þórunn Sveinbjarnar ...............!

Besta kveðja.

Borghildur.

Benedikta E, 1.5.2010 kl. 16:27

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er sérstök þessi túlkun á niðurstöðu könnunar þar sem aðeins einn af hverjum fimm sem náðist í sögðust treysta Hönnu Birnu, eins og ég bendi á í annarri færslu tengdri þessari frétt. Af þeim sem hringt var í voru rösk 40% sem engan vildu nefna. Af þeim tæplega 60% sem eftir standa voru tæp 37% sem vildu Hönnu Birnu, eða rétt um 21% aðspurðra. Hvernig túlka má þá niðurstöðu sem traust á verksviti Hönnu Birnu er mér algerlega hulið.

Sigurður Ingi Jónsson, 1.5.2010 kl. 18:53

6 Smámynd: Benedikta E

Sigurður - Eru skoðanakannanir ekki alltaf miðaðar við þá sem tóku þátt ?

Benedikta E, 1.5.2010 kl. 19:18

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Borghildur !

Gálgahúmor þinn; sýnist mér endurspegla, nokkurt rökþrot, af þinni hálfu.

Hvergi; kom ég inn á þátttöku dýraríkisins, í garfi mannfólksins - sízt; ísbjarna, ágæta frú.

Eigum við ekki; að halda nokkru jarðsambandi, í umræðunni ?

Með beztu kveðjum; enn, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 19:27

8 Smámynd: Hamarinn

Eigum við nú að kjósa yfir okkur sérlegan aðstoðarmann Kjartans Gunnarssonar fyrrverandi framkvæmdarstjóra sjálfstæðisflokksins?

Það má nú ekki gerast.

Hamarinn, 1.5.2010 kl. 19:32

9 Smámynd: Benedikta E

Óskar - ísbjörninn er ekki minn gálgahúmor - Bestiflokkurinn hefur -  ísbjörn í Húsdýragarðinn á stefnuskránni - Ég get ekki tekið það á mig að vera svona frumleg Óskar.

Með bestu kveðju.

Benedikta E, 1.5.2010 kl. 19:46

10 Smámynd: Benedikta E

Hamarinn - Vilt þú ísbjörn í Hísdýragarðinn ?

Benedikta E, 1.5.2010 kl. 19:48

11 Smámynd: Hamarinn

Frekar en Hönnu BIRNU sem borgarstjóra.

Hamarinn, 1.5.2010 kl. 20:44

12 Smámynd: Benedikta E

Hamarinn - NÚ ertu að grínast....................!

Benedikta E, 1.5.2010 kl. 22:45

13 Smámynd: Hamarinn

Nei, það er ég ekki. Hanna Birna og Kátur litli eru plága, sem alls ekki meiga komast aftur til valda.

Hamarinn, 1.5.2010 kl. 22:51

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Birna,er kvenkyns ísbjörn,þetta gæti gengið,

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2010 kl. 02:49

15 Smámynd: Hamarinn

Þess vegna skrifaði ég það með stórum stöfum.

Hvert er samband Jóns Gnarr og Hönnu Birnu. Jón segist vilja fá ísbjörn í húsdýragarðinn.  Hanna BIRNA er svo köld í framkomu, að hún er eiginlega ísbjörn, og þarna er maðurinn að tala undir rós, um væntanlegt stefnumót þeirra í húsdýragarðinum.

Hamarinn, 2.5.2010 kl. 09:34

16 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Benedikta, svo ég einfaldi þetta aðeins. Einn af hverjum fimm þátttakendum í þessari könnun vildu Hönnu Birnu. Fjórir af hverjum fimm vildu hana ekki.

Sigurður Ingi Jónsson, 2.5.2010 kl. 11:37

17 Smámynd: Benedikta E

Hamarinn - Frábær - ! - Stiginn er fram áður óþrkktur stjórnmálarýnir í nýrri vídd - þú ert að meina að Jón Gnarr sé að biðla til Hönnu Birnu um samstarf  í gegn um ísbjörninn - undir rós............. - Auðvitað - Augljóst - Yeeeeeesssssssss.

Benedikta E, 2.5.2010 kl. 17:47

18 Smámynd: Benedikta E

Sigurður - Sjáðu það sem skiptir öllu máli - hvert þeirra þriggja sem spurt var um kom út með með mesta% fylgið og það var Hanna Birna með 36.6% - Dagur 31 % - Jón Gnarr 25.7%

Benedikta E, 2.5.2010 kl. 17:57

19 Smámynd: Benedikta E

Samkvæmt nýrri stjórnmála-rýni hér á síðunni - er útkoman líkleg slík Hanna Birna 36.6% - Jón Gnarr með ísbjörninn undir rós 25.7 % = 62.3 % Engin stjórnarkreppa í aðsigi í borginni - GOTT - Það er meira en nóg að hafa stjórnarkreppu á Alþingi.

Benedikta E, 2.5.2010 kl. 18:07

20 Smámynd: Hamarinn

Það er nú einmitt málið.

Hamarinn, 2.5.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband