Er fólk orðið varanlega sjóðandi band vitlaust ? - Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund krónaur !

Nýverið voru samþykkt lög á Alþingi þess efnis að enginn landsmaður skyldi hafa hærri laun en forsætisráðherra - lagasetning þessi var runnin undan rifi Jóhönnu "forsætisráðherra" svo gáfulegt - en að lögum varð þetta.

Kjaradómur hefur síðan úrskurðað laun í samræmi við framangreind Jóhönnu launa-lög og landslög eru það - í því framhaldi lækkaði kjaradómur laun hjá þeim ríkisstarfsmönnum sem heyra undir kjaradóm - í samræmi við Jóhönnu lögin - þar á meðal seðlabankastjóra.

Og - NÚ - dettur "einhverjum" til hugar að ganga gegn kjaradómi og um leið gegn landsmönnum og landslögum og - HÆKKA - laun seðlabankastjóra um 400 þúsund króna -

Gleymið þessu gerræði - ef seðlabankastjóri er ekki sáttur við að taka við þeim launum sem landsdómur og landslög bjóða honum - þá bara hættir hann í Seðlabanka Íslands - það er nóg af færu fólki sem tilbúið er til að taka við stöðu seðlabankastjóra á þeim launum sem í boði eru samkvæmt landslögum.

OFURLAUNA brjálæðið heyrir sögunni til..................!

Kynnið ykkur Rannsóknarskýrslu Alþingis - til eftir breytni.

 


mbl.is Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Er þá ekki rétt að aðrir landsmenn fá samkeppnishæf laun ???

Hvað með hjúkrunarfræðinga ?  Laun þeirra eru miklum mun betri erlendis - þar er litið á hjúkrunarfræðinga sem verðmæta ómissandi starfskrafta en hér virðist önnur skoðun vera ríkjandi -

hvet alla til þess að hugsa málin út frá því hvernig heilbrigðiskerfið væri án þeirra.

Við getum verið án svona margra bankastjóra en hjúkrunarfræðingar eru ÓMISSANDI

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.5.2010 kl. 11:41

2 Smámynd: Benedikta E

Ólafur - JÚ að sjálfsögðu og án þess að fara með búsáhöldin á Austurvöll - Launalögin hennar Jóhönnu "forsætisráðherra " eru hvort eð er ekki virt af henni sjálfri....................................!

Benedikta E, 3.5.2010 kl. 12:51

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er verið að ráðast á okkur við verðum að fara að svara.

Sigurður Haraldsson, 3.5.2010 kl. 13:35

4 Smámynd: Benedikta E

Engin spurning Sigurður - Að tala hefur sinn tíma - sá tími er liðinn - Að - GERA - hefur sinn tíma - sá tími er kominn

Benedikta E, 3.5.2010 kl. 14:02

5 Smámynd: Björn Emilsson

Það er fyrir löngu tíml til kominn að leggja þessa óþurftastofnun Seðlabankann niður!!

Björn Emilsson, 6.5.2010 kl. 14:03

6 Smámynd: Benedikta E

Björn - er það ekki bara núna sem ber að gera það - Leggja Seðlabankann niður.....!

Benedikta E, 6.5.2010 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband