Vel gert hjá Pétri H. Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokksins - hann hefur lagt fram breytingartillögu við Icesave- frumvarpið.

Breytingartillagan gerir ráð fyrir því að bera skuli heimild fjármálaráðherra til að veita ríkisábyrgð vegna Æsseif - undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þessa tillögu hlýtur þingið að samþykkja - það væri ekki vitglóra í öðru. Þá er það þjóðin sem tekur ábyrgðina - og léttir þeim drápsklyfjum af Steingrími og Jóhönnu þau ættu að verða ánægð - eða hvað ?

Nú er að fylgjast með því hvaða þingmenn kjósa hvernig - vonandi verður farið fram á nafnakall !

 


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra fyrir Pétri! Verð að viðurkenna að fyrir "svokallað"  hrun þá fannst mér maðurinn ætíð svo ósamkvæmur sjálfum sér í orðum og gerðum. Er samt farin að endurskoða manninn fyrir einhverjum vikum síðan og þessi tillaga hans færir honum ekkert annað en (h)rós í hnappagatið frá mér. Svei mér þá, annað hvort er ég eða Pétur að þroskast þessa dagana!

assa (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hann fær prik! Ég held að það villi um fyrir fólki að hann er oft óðamála og kannski hleypur svolítið úr einu í annað. Viðurkenni eins og assa að hann leynir á sér.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 07:50

3 Smámynd: Benedikta E

Sælar stelpur - JÁ Pétur er nauðsynlegur á þingi - hann sér það sem aðrir ekki sjá - það var hann sem sá skattaafsláttinn fyrir kúlulánshafana sem stungið var inn á milli í heimilis-björgunar lagafrumvarp félagsmálaráðherra og átti að afgreiðast með hraði og sama og engri umfjöllun í þinginu. Pétur sá það og fékk það tekið út á seinustu mínútum fyrir afgreiðslu. Pétur má ekki vanta í þingið.

Benedikta E, 29.12.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband