Þingmannanefndin:Vinnubrögð Samfylkingarinnar eru sumpart með jákvæðum formerkjum - en betur má ef duga skal.

Eðlilegt má teljast að Ingibjörg Sólrún axli sína ábyrgð - hún tók ráð og vald af viðskiptaráðherra Björgvini G.Sigurðssyni með því að halda honum fyrir utan þá vitneskju sem var á verksviði viðskiptaráðherra- og láta Össur Skarphéðinsson gegna hans störfum - Björgvin var vís ekki einssinni látinn vita þegar Glitnir banki var að hrynja.

Þegar Björgvin var að koma í fjölmiðla eftir hrunið og segjandi hægri vinstri að hann vissi ekki og hefði ekki heyrt - þá datt fáum til hugar að hann væri að segja satt - það fylgdi heldur ekki með að hann væri úti í kuldanum hjá Ingibjörgu Sólrúnu.

Jæja en sama var með varaformann Samfylkingarinnar  Ágústsson - Ingibjörg Sólrún lét Össur mág sinn líka ganga inní hans hlutverk jafnhliða því að hann leysti Ingibjörgu Sólrúnu af í veikindum hennar.

En af hverju er Össur Skarphéðinsson ekki færður fyrir landsdóm - ætti hann ekki erindi þangað .

En þó að Ingibjörg Sólrún axli sína ábyrgð þýðir það ekki að Björgvin G.Sigurðsson hafi enga ábyrgð að axla - auðvitað á landsdómur að taka hans mál fyrir.

Eins er það Valgerður Sverrisdóttir fyrrum viðskiptaráðherra á einkavæðingartímanum og skrifaði hún þá bara undir afsalspappíra á Búnaðarbankanum - án þess að vita nokkuð um hvað kaupin snérust - samkvæmt því sem hún sagði sjálf í sjónvarpsviðtali - af hverju er hún ekki leidd fyrir landsdóm og ef það er fyrnt fyrir landsdómi þá fyrir ríkissaksóknara.

Hvað fleira skrifaði Valgerður Sverrisdóttir undir fyrir hönd þjóðarinnar án þess að vita hvað hún var að gera?

Svo er alver ástæðulaust að skilja Jóhönnu Sigurðardóttur útundan - ferilsskrá hennar úr ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar Sólrúnar bendir á þörf á því að landsdómur skoðaði hana - Jóhanna var í ráðherra nefnd sem átti að hafa yfirumsjón með ríkisfjármálunum og einnig var hún félagsmálaráðherra með ábyrgð á Íbúðalánasjóði - Af hverju þótti Samfylkingarfólkinu ekki ástæða til að vísa Jóhönnu í skoðun hjá landsdómi ?

Eða Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrum umhverfisráðherra - voru embættisfærslur hennar margar í líkingu við - ísbjarnarmálið - væri ekki ástæða til að skoða það nánar ? 


mbl.is Alvarleg vanræksla á starfsskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Moggaduslunni fannst sjálfsagt að halda sögufölsunum sínum áfram og nefnir HVERGI HR. AÐALGLÆP -  GEIR HAARDE !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

MargrétJ (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 23:18

2 identicon

Mogga  DRUSLUNNI  á þetta auðvitað að vera.

MargrétJ (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 23:19

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Margrét J . Svona athugasemdir lýsa aðeins málefnalegri fátæt og sóðalegu hugsunar hætti og lákurrlegu persónu.,..
Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 11.9.2010 kl. 23:32

4 Smámynd: Benedikta E

Margrét - Þeim finnst eitthvað annað fréttnæmara en Geir H.Haarde.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 23:33

5 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir innlitið - Rauða Ljónið.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 23:35

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

steinkast úr glerhúsi er það sem mér finnst um þetta mál og sjaldan hefur átt betur við þau orð að sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.9.2010 kl. 00:02

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er hræðilegt klúður allt saman og engin vill sæta ábyrgð! Auðvitað á að lögsækja mun fleiri en þá sem nefndir eru þar er Össur efstur á blaði enn að á fullu að fremja landráð ásamt Jóhönnu og Steingrími!

Sigurður Haraldsson, 12.9.2010 kl. 00:04

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón það er rétt hjá þér en hve stór er syndin skiptir það ekki einhverju máli?

Sigurður Haraldsson, 12.9.2010 kl. 00:05

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samkvæmt því sem þú segir "hún tók ráð og vald"  þá framdi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir valdarán, hún tók völdin af Björgvini sem var á þessum tíma viðskiptaráðherra. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2010 kl. 00:09

10 Smámynd: Benedikta E

Jóna Kolbrún - Samkvæmt því sem fram hefur komið ma. í greinargerð sem fylgir með álitsgerð Samfylkingarfólksins í þingmannanefndinni sem rök fyrir því að hann eigi ekki erindi fyrir landsdóm- vegna þess að honum hafi verið gert ókleyft að fylgjast með sem viðskiptaráðherra vegna útilokunar frá því - þetta hefur líklega verið þekkt innan Samfylkingarinnar á meðan það stóð yfir.

Einhverstaðar sá ég talað um einræði Ingibjargar Sólrúnar í þessu sambandi.

Benedikta E, 12.9.2010 kl. 00:43

11 Smámynd: Benedikta E

Jón -  Sigurður - Mér sýnist að þingið ráði ekki við þessi ósköp - ég held að það hefði átt að senda alla ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar fyrir landsdóm - og láta landsdóm skera úr málum - þingið hefur engar forsendur til að gera það svo bragur sé að.

Öll ríkisstjórnin ber ábyrgð - allir máttu vita og vissu en enginn tók af skarið og gerði það sem þurfti - Og takið eftir - en þrátt fyrir það hefur enginn einu sinni verið hýru dreginn - NEI - NEI...............

Benedikta E, 12.9.2010 kl. 00:53

12 Smámynd: Gústaf Níelsson

Segir ekki máltækið að því verr gefist heimskra manna ráð sem þeir koma fleiri saman? Er enginn sem áttar sig á því að landsdómur er 19. aldar fyrirbæri, sem varð til áður en þingræði festi sig í sessi almennilega. Landsdómur í upphafi 21. aldar er algerlega ónothæfur til að beita fólk refsingum, öðrum en þeim sem eiga sér rætur í hugarfylgsnum þeirra sem með pólitísku völdin fara. Ætlar enginn að vera "faglegur" núna, svo notaður sé útvelktur orðaleppur.

Gústaf Níelsson, 12.9.2010 kl. 15:43

13 Smámynd: Benedikta E

Gústaf - Landsdómur er eini vettvangurinn sem boðið er upp á til skoðunar á ráðherraábyrgð.

En svo bragur væri á þá hefði átt að stefna öllum ráðherrum hrunastjórnarinnar fyrir Landsdóm - þessi handplokkun er út í hött - Össur og Jóhanna hefðu átt að vera þar efst á blaði. - Það er eiginlega merkilegt að Jóhanna skuli ekki hafa sótt um - það hefði átt að vera henni fagnaðarefni að fá að fara fyrir Landsdóm - ef marka má ráðleggingar hennar til Björgvins G. Sigurðssonar.

Benedikta E, 12.9.2010 kl. 16:13

14 Smámynd: Gústaf Níelsson

Við vitum ekki fyrir víst hvort ráðleggingar Jóhönnu til Björgvins, séu byggðar á traustum heimildum. Hinn rétti vettvangur til þess að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar eru kosningar. Enginn annar vettvangur er í reynd brúklegur. Höfum það í huga. Við eigum ekki að virkja gamla og úrelta galdrabrennudómstóla.

Gústaf Níelsson, 12.9.2010 kl. 16:23

15 Smámynd: Benedikta E

Aðferðafræðin sem þingmannanefndin viðhefur - er ekki nothæf - plokka út - 3 - 4 eða engan - í staðinn fyrir einn fyrir alla - alla fyrir einn - alla hrunstjórnina frá 2008

Allir máttu vita og allir vissu.

Skotheld aðferð - áður en allt fer í uppnám í þinginu - því það er í aðsigi.

Setja þessar þingsályktunartillögur frá þingmannanefndinni á ís - en þess í stað að leggja frama þingsályktunartillögu um gildistöku á Pólsku aðferðinni - sem hljóði upp á niðurfellingu eftirlauna biðlauna og allra annarra launa - til allra ráðherra sem sæti áttu í hrunstjórninni 2008. Eitt fyrir alla og allt fyrir einn.

Þeir geta ekki ætlast til að þeim sé umbunað fyrir vanræksluna.

Benedikta E, 12.9.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband