Þingmannanefndin þrí klofin: Þolmörk þjóðarinnar ? - Hvað er það sem stjórnar vinnubrögðum þingmannanefndarinnar ? - Er þar flokkshollustan - framar þjóðarhag?- Fólk er vonsvikið !

Þolmörk þjóðarinnar: Væntingar þær sem hafðar voru til þingmannanefndarinnar voru miklar - Að þingmannanefndin - hún yrði fulltrúi og talsmaður réttarríkisins.

Það þarf ekki lögspekinga til að gera greinarmun á réttu og röngu - fólk virðist almennt vera vonsvikið eftir að fréttir fóru að berast út um vinnubrögð - þingmannanefndarinnar -

Stóra spurningin: Verður það þingmannanefndin sem gerir útslagið á þolmörk þjóðarinnar?


mbl.is Ekki samstaða í nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl ég bíð í startholunum því að byltingin er óhjákvæmaleg það er ég búin að sjá lengi þolmörk okkar eru löngu brostin og um leið með ólíkindum hvað það er sem stöðvar okkur úr þessu!

Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvað sem ræður, þá eru meintar "lygafréttir" Moggans undanfarna daga, nokkuð réttar.  Kannski spurning um hvort sumir endurskoði ekki ummæli sín um lygar sumra....................

 En viðbrögð Jóhönnu í gær, voru reyndar þau sömu og þegar Mogginn birti fréttir að pukri hennar við að uppfylla ráðningarsamning sinn við seðlabankastjóra.  Ég ætla rétt að vona að fólk trúi því ekki að Lára V. Júlíusdóttir, fulltrúi Samfylkingar í bankastjórn Seðlabankans, hafi vegna andúðar ritstjóra Morgunblaðsins á Jóhönnu, flutt tillögu forsætisráðherra í bankastjórn Seðlabankans um laun Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 15:39

3 Smámynd: Benedikta E

Sammála - Sigurður - Almennt var nú hreint ekki reiknað með að þingmannanefndin gæti orðið þolmarka-brjóturinn - en svona er það spakmælin eru speki mæli.

" ....... veltir lítil þúfa þungu hlassi"

Hvernig þingið tekur á málum gerir útslagið.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 15:50

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Viðfangsefni Landsdóms er ekki bara að dæma til sektar, heldur ekki síður að sýkna. Rannsóknin sjálf er mikilvæg, þótt engin verði dæmdur. Það er raunar langt í frá að vera mikilvægsta atriðið, að dæma einhvern. Þjóðin á rétt á, að fá öll atriði efnahagshrunsins í dagsbirtuna. Sjá meira hér:  http://www.zimbio.com/member/altice 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.9.2010 kl. 15:54

5 Smámynd: Benedikta E

Þetta er rétt hjá þér Kristinn - Hefurðu séð myndina sem tekin var á flokkráðsfundi Samfylkingarinnar í dag - þar er Jóhanna í fýlu kasti....................................

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 15:55

6 Smámynd: Benedikta E

Loftur - Algjörlega sammála - og það er öll ríkisstjórn þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde sem á að fara fyrir Landsdóm - raunar ætti stjórnarandstaðan frá sama tíma einnig að fara fyrir Landsdóm - hvað gerði stjórnarandstaðan ekki af því sem hún hefði getað gert  já eða gerði rétt .........................

Það er ekki spurning - Landsdómur á að meta fleiri en færri.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 16:02

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Verði lögð fram þingsályktunnartillaga um Landsdóm, þá verður það líklegast ekki gert nema með samkomulagi núverandi stjórnarflokka.  Hvað mun felast í þeirri tillögu?  Standa fulltrúar VG. fast á sínu?  Eða fulltrúar Samfylkingar?  Verður farinn millivegur og þá hvernig?

 Svo má líka benda á það að núverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, flutti í tvígang, árin 2001 og 2005, þingmannafrumvarp um breytingar á Landsdómi, þar sem að hún taldi núgildandi lög um Landsdóm úrelt.  Er  Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra, stætt á því að styðja tillögur um að einhver verði dreginn fyrir dómstól sem er úreltur að hennar mati?

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 16:03

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mikilvægast er að Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson verði dregin fyrir Landsdóm, vegna þess að þau eru enn að vinna gegn hagsmunum almennings. Aðrir ráðherrar í Þingvallastjórninni eru að minnsta kosti ekki í ríkisstjórn lengur og skipta því litlu máli í stóra samhenginu.

http://www.zimbio.com/member/altice

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.9.2010 kl. 16:30

9 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - JÁ nú reynir á þingið - ég gæti trúað að Vg. standi fastir á sínu - þó er svo sem ekki gott að segja með þá ólíkinda hjörð.

En Unnur Brá olli mér miklum vonbrigðum - ég bjóst við meiru af henni.

Jóhanna á ekki að vera á þingi í það heila tekið - þó aðeins sé litið á hennar ferilskrá frá stjórn Geirs og Imbu Sollu - Jóhanna á að fara fyrir Landsdóm ekki spurning - ef þingmannanefndin sleppir henni - þá hvað......................................

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 16:40

10 Smámynd: Benedikta E

Loftur - Að sjálfsögðu eiga þau Jóhanna og Össur að fara fyrir Landsdóm þau eiga ekki að vera á þingi í dag þó aðeins væri tekið mið af verkum þeirra úr ríkisstjórn  Geirs og Imbu Sollu - svo maður tali ekki um öllu ósköpin sem þau hafa bætt við sín synda registur síðan - í óstjórn Jóhönnu - landráð - lygar og hvað eina.

Hvað viðkemur öðrum ráðherrum - þá eiga allir ráðherrar úr hrunstjórninni að fara fyrir Landsdóm - allir bera ábyrgð - þeir máttu vita og vissu en gerðu ekki það sem gera þurfti til að afstýra ósköpunum - þeir eiga að fá að standa frammi fyrir því.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 16:52

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Séu rökin fyrir engum Landsdómi sú, að lagaheimildir hans og refsiheimildir, séu það þröngar að erfitt eða jafnvel ómögulegt, gæti reynst fyrir dóminn, að sakfella og refsa og því rök sannfærandi studd með laglegum rökum, má kannski með semingi fallast á þau.   Eða eiga ekki annars allir rétt á því að fá löglega réttarmeðferð?

 Værum við betur stödd, ef að dómurinn kæmi saman, en þyrfti svo að sýkna eða vísa málinu frá vegna skorts á lagaheimildum?  Öll rök í þessu máli þarf að vega og meta.  Hver sem tilfinning þjóðarinnar er fyrir sekt manna, þá verður núna sem hér eftir að fara að lögum.

 Kannski er bara fyrst og fremst við þingheim, eða þann hluta hans, sem telur eða hefur talið að lög um Landsdóm séu úrellt?  Það hlýtur að vera á ábyrgð þeirra sem fara með löggjafarvaldið að sjá til þess að úreltum lögum sé breytt.

P.s. Tek samt fram að ég hef ekki tekið afstöðu til niðurstöðu þingmannanefndarinnar, heldur eru þetta hugleiðingar mínar á þessari stundu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 16:53

12 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - Ég er ekki sammála þér - Landsdómur skal það vera - þar eru þar tilbærir menn til að skoða og skera úr eftir lögum sem þingmenn eru ekki hæfir til - fæstir þeirra eru löglærðir og svo hefur sýnt sig ef rétt er sem heyrst hefur að það er flokkshollustan sem ræður för hjá þingmannanefndinni - og verður ekki það sama uppi í þinginu - nei takk.

Landsdóm til úrskurðar - til þess er hann bær.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 17:09

13 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nú er ég ekki löglærður.  En mér finnst sökum alvarleika málsins, séu uppi efasemdir, jafnvel sterkar, um það hvort að Landsdómur standist lög, vegna annarra, nýrri laga, þá verði að skera úr um það áður.

 Það hefur ekkert upp á sig að draga fólk fyrir dóm, ef lögsaga hans er ekki skýr.

 Svo má líka spyrja sig, út frá þessum tveimur þingsályktunnartillögum sem fram eru komnar. Hins vegar frá Vg., Framsókn og Hreyfingunni og annars vegar frá Samfylkingu. Afhverju fyrri tillagan felur í sér, þá þrjá ráðherra er skýrsla RNA benti á, auk Ingibjargar, sem að var formaður annars stjórnarflokksins, en tillaga Samfylkingar vill hlífa Björgvini við Landsdómi?

 Verður tillaga Samfylkingar, þeirra lokaboð til Vg.?  Verður þá Landsdómur notaður í upphaflegum tilgangi, eða eingöngu í pólitískum tilgangi?  

Ef við gefum okkur það að enginn samfylkingarþingmaður, samþykki tillögu flokkana þriggja og enginn sjálfstæðismaður heldur, þá er ekki þingmeirihluti fyrir henni. Hins vegar nægja atkvæði Samfylkingar og Vg. til þess að tillaga Samfylkingar verði samþykkt.  Erum við þá ekki eða þingið að nota svokallað "réttlæti" sem pólitíska skiptimynt?  Er það einhver lausn?

 Færri ráðherrar en fjórir fyrir Landsdóm er ekkert annað en hálfkák!!! 

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 17:43

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég bendi fólki á að lesa: Bréf þingmannanefndarinnar til ráðherra og svör við þeim.

Jóhanna heldur sig við gömlu rulluna um einkavæðingu bankanna, en Ingibjörg Sólrún kemur með málefnalegar athugasemdir.

Bréfin er hægt að finna hér:    http://www.zimbio.com/member/altice

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.9.2010 kl. 18:00

15 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - Landsdómur er valkosturinn sem fyrirliggur til að láta skera úr um ráðherra ábyrgð.

Hrunið og aðdragandi þess ætti að vera meira en nægjanleg ástæða  til að látið sé reyna á ráðherra ábyrgð - ef hún reynist engin vera í reynd þá er full ástæða til að huga að annarskonar stjórnarháttum.

Þjóðinni er ekki nægjanlegt að fá að greiða ráðherrum laun fyrir ábyrgð - ef ábyrgðin er svo engin þegar á reynir.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 19:35

16 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir þetta Loftur - Imba Solla skrifar svona nokkurskonar staðreynda upplýsingar - í skýrslu formi.

En Jóhanna er föst í þráhyggjunni - hún losnar ekki úr henni - hún fer með D.O. á heilanum hvert sem hún fer - merkilegt hún hefur ekki ennþá ásakað hann fyrir ófarirnar í Færeyjum og krafið hann um afsökunarbeiðni.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 20:42

17 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Landsdómur ætti alla jafna að vera kosturinn.  En miðað við það að karpað verði um þessar tvær tillögur, sem að hvorug virðist hafa þingmeirihluta, þá er Landsdómur slæmur kostur.

 Með öðrum orðum, það verði ákveðið með pólitísku plotti, hver komi fyrir Landsdóm, þá er málið ónýtt.  Það hefði litið allt öðruvísi út, hefði Samfylkingin verið með flokkunum þremur í þeirra tillögu.  

 Eigum við kannski að fagna því að Landsdómur verði kallaður saman samkvæmt tillögu Samfylkingar, því að Samfylkingin hótar stjórnarslitum, ef Vinstri grænir samþykkja ekki þá tillögu?  Eða þá að Samfylkingin fagni Björgvini, því að Vinstri grænir hóta annars stjórnarslitum?  

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 21:15

18 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - Ég er nú reyndar ekki farin að sjá að allir sjálfstæðismenn skili sér í hús í þetta sinn - mér þykir það meira að segja mjög ólíklegt.

En Samfylkingin og meirihluti nefndarinnar það er stór spurning - sem verður bara að reyna á.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 21:25

19 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að litið er á þingmannafjölda þeirra flokka sem standa að þessum tillögum og reiknað er með að eingöngu þingmenn þeirra flokka samþykki þær, þá hefur hvorug tillagan meirihluta í þinginu.  Þannig að eigi að samþykkja aðra hvora tillöguna, þá þarf að semja um það.  Þá er þetta orðið pólitískt plott, hvort einhvern og hverjir fari fyrir Landsdóm.  Það er ekki gott mál.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 21:38

20 Smámynd: Benedikta E

Þingmannanefndin sendir 19 ráðherrum nú og fyrr bréf sem sumir svara og aðrir ekki - þar eru meðal annarra Össur Skarphéðinsson - Jóhanna Sigurðardóttir - Valgerður Sverrisdóttir sem öll ættu að hafa erindi fyrir landsdóm .

Í sambandi við Valgerði Sverrisdóttur ef hennar mál er fyrnt - af hverju er þingmannanefndin þá að skrifa til hennar- veit einhver það?

Þessi 19 bréf er hægt að sjá á link hjá Lofti á færslu 14 hér að framan.

Benedikta E, 11.9.2010 kl. 21:38

21 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það sem vantar átakanlega inn í umræðuna og Silfrið í dag var þar engin undantekning, er að það er ekki Alþingi sem sem fer með ákærur fyrir Landsdómi. Það verður skipaður Saksóknari Alþingis og um hann segir í lögum um Landsdóm:

 

>>  16. gr. Það er skylda saksóknara Alþingis að leita allra fáanlegra sannana fyrir kæruatriðum, hann undirbýr gagnasöfnun og rannsókn í málinu og gerir tillögur til landsdóms um viðeigandi ráðstafanir til að leiða hið sanna í ljós. Hann hefur um starf sitt samráð við saksóknarnefnd Alþingis. <<

 

Þess vegna er núna öðru mikilvægara að spillingin nái ekki að þrengja umboð Saksóknara Alþingis. Leiða verður ALLA ráðherra Þingvalla-stjórnarinnar fyrir dóminn og hafa umboð saksóknarans ótakmarkað. Sýknun þeirra sem saklausir eru, er ekki síður mikilvæg en sektardómar. Það að ekki náðist samstaða í þingmannanefndinni er bara kostur. Afleiðing af því er, að umræða hlýtur að fara fram á Alþingi, frammi fyrir alþjóð. Það er stórkostlegur ávinningur. Á komandi vikum, verður almenningur að veita Alþingi strangt aðhald.

 

http://www.zimbio.com/member/altice   

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.9.2010 kl. 15:10

22 Smámynd: Benedikta E

Loftur - Um þennan saksóknara Alþingis hefur hvergi verið talað - hefur nokkur vitneskju um þennan saksóknara - ætli þingið viti nokkuð um hann - kannaðu það!

En það er augljóst að allir ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde eiga að fara fyrir Landsdóminn - allir máttu þeir vita og vissu - líka Björgvin þó svo að hann væri úti í kuldanum hjá Ingibjörgu Sólrúnu.

Benedikta E, 12.9.2010 kl. 16:02

23 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í lögum um Landsdóm (lög 3/1963) er tilgreint, að Alþingi kýs mann til að sjá um ákærur fyrir Landsdómi. Svo segir:

 

13. gr. Ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn ráðherra skal gerð með þingsályktun í sameinuðu þingi, og skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau. Jafnframt kýs Alþingi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Enn fremur kýs sameinað Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar.

 

Við sjáum að Saksóknari Alþingis þarf ekki að vera þingmaður og það er örygglega ekki æskilegt. Þetta þarf heldst að vera lögfræðingur, en sjálfsagt gætu menn með aðra menntun einnig tekið þetta að sér. Hins vegar er kosin fimm manna þingnefnd (Saksóknarnefnd) til að vera saksóknaranum til aðstoðar. Hvernig Jóhanna kemst upp með að bulla um málið er óskiljanlegt. Hún sagði:

 

»Við skulum hafa í huga að þetta er Landsdómur og þingmenn eru settir í mjög erfiða stöðu. Þingmenn fara raunverulega með ákæruvaldið. Ég hef gagnrýnt þessi lög í gegnum tíðina og viljað fá breytt. Það hefði átt að vera búið að breyta þessum lögum fyrir löngu. Þingflokkur minn flutti tillögu árið 2003 um að leggja niður Landsdóm og ráðherrar sættu ábyrgð samkvæmt almennum dómstólum.«

 

Þingmenn fara ekki með ákæruvaldið heldur er það falið Saksóknara Alþingis og þar með er málið raunverulega úr höndum Alþingis. Saksóknarnefndin er saksóknarunum einungis til aðstöðar og aðstoðarmenn geta ekki stjórnað þeim sem þeir eru að aðstoða.

 

http://www.zimbio.com/member/altice

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.9.2010 kl. 17:03

24 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

»Við skulum hafa í huga að þetta er Landsdómur og þingmenn eru settir í mjög erfiða stöðu. Þingmenn fara raunverulega með ákæruvaldið. Ég hef gagnrýnt þessi lög í gegnum tíðina og viljað fá breytt. Það hefði átt að vera búið að breyta þessum lögum fyrir löngu. Þingflokkur minn flutti tillögu árið 2003 um að leggja niður Landsdóm og ráðherrar sættu ábyrgð samkvæmt almennum dómstólum.«

 Með þessum orðum, sem að ég flutti hingað úr innleggi Lofts hér að ofan, og ummælum sínum um að sefa reiði almennings, þá er Jóhanna í rauninni, að gefa það út að hún telji ekki rétt að kalla saman Landsdóm, nema þá í þeim tilgangi að sefa reiði almenning!!!

 Hún getur ekki að öðrum kosti lagt það til við þingflokk Samfylkingar að hann samþykki aðra hvora tillögunu um Landsdóm, þar sem að hún og hluti þingflokksins eru á þá skoðun að Landsdómur sé úreldur.   

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.9.2010 kl. 17:14

25 Smámynd: Benedikta E

Loftur - En það hefur ekkert verið talað um þennan saksóknara Alþingis -

Það er eins og enginn viti um að slíkt embætti þurfi í geimið.

Alþingi ræður ekki við þetta - það fer allt í uppnám.

Benedikta E, 12.9.2010 kl. 18:26

26 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - Það fer allt í hringlandi vitleysu - þingið ræður ekki við þessi ósköp.

Ég held að það ætti bara að fara út í Pólskuleiðina og leggja þar undir alla ráðherrana úr hrunstjórninni 2008 - hýrudraga þá alla sem einn.

Það gengur ekki þessi handplokkun 3 - 4 eða enginn.......................Bara alla.

Benedikta E, 12.9.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband