Stjórn borgarinnar er í tómu tjóni : - Ég hlustaði á borgarstjórnar fund í beinni útsendingu í gær ! Það er algjört upplausnar ástand þar ríkjandi.- Gnarristarnir - vita ekkert í sinn haus - og virðast ekkert gera til að bæta úr vanþekkingunni.

Ljósi punkturinn er að minnihlutinn stendur bjargfastur sína vakt.

Minnihlutinn undir stjórn Hönnu Birnu gera það sem þau geta til að vit sé í málunum - Meirihlutinn veit ekkert í sinn haus og virðist heldur ekkert hafa áhuga á því að setja sig inn í borgarmálin.

Borgarstjórinn Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson gengu báðir af fundi fyrirvaralaust - þegar Hanna Birna var rétt byrjuð að flytja stefnuræðu sína.

Borgarstjórastóllinn var látinn standa tómur nokkuð sem aldrei á að vera og aldrei hefur átt sér stað áður - sem kom fram í athugarsemd Hönnu Birnu við því að enginn staðgengill væri fyrir borgarstjórann - sem bara hafði farið af fundinum rétt si svona.

Málefni sem lágu fyrir fundinum : Aðgerðaráætlun hana var ekkert hægt að ræða á fundinum því Dagur og Jón voru ekki viðstaddir og þeir eru formaður og vara formaður í þeim vinnu hópi.

Fjárhagsáætlun var líka fundarefni : Enginn viðstaddra á fundinum vissi hvort meirihlutinn væri  nokkuð byrjað á að ræða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár hvað þá meir.

Forgangsröðun : Frestað til næsta fundar.

Þeir sem voru viðstaddir frá meirihlutanum vissu ekkert um það sem þeir voru spurðir að.

Sjálfstæðisflokkurinn og Vg. bókuðu vegna óstarfhæfs fundar  en engin mál voru afgreidd.

Fólk á að nýta sér að hlusta á beinar útsetningar frá fundum borgarstjórnar á þriðjudögum - og borgarráðs fundum á fimmtudögum -  þar kemur augljóslega fram hvernig ástandið er - Það er slæmt - miða við þennan fund sem ég er að segja ykkur frá.

Ljósi punkturinn er að minnihlutinn er mjög ábyrgur og stendur bjargfastur sína vakt. 

 


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála. Byrjaði að hlusta fyrir algjöra tilvlijun. Það vakti síðan algjöra furða mína hversu vitlaus Jón var í svörum sínum. Það var eiginlega pínlegt að hlusta á hann því hann virðist ekki geta talað óundirbúinn.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 22:41

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hvað er þetta Benedikta.

Borgarstjórinn var bara að biðja lækninn að útskýra fyrir sér anatomíuna í tölvunni.... 

Viggó Jörgensson, 8.9.2010 kl. 22:56

3 Smámynd: Benedikta E

Guðbjörg - Þeir fáu sem tóku til máls frá Gnarristunum vissu ekkert - þetta er alveg svakalegt í raun og veru .

Maður treystir bara á Hönnu Birnu og þá sem eru í minnihlutanum með henni að þau taki í taumana áður en allt lendir úti í skurði.

Benedikta E, 8.9.2010 kl. 22:56

4 Smámynd: Benedikta E

Viggó - Já það hefur verið eitthvað mjög - mjög áríðandi.

Svo er borgarstjórinn með mynd af Múmínpabba í borgarstjóra skrifstofunni - því Múmindalurinn er vinabær Reykjavíkur.

Vantar ekki eitthvað upp á ?

Benedikta E, 8.9.2010 kl. 23:03

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Misþroski?

Viggó Jörgensson, 8.9.2010 kl. 23:22

6 identicon

Þetta er hætt að vera fyndið Benedikta og var í raun aldrei fyndið. Þessum vitleysingjum þarf að koma út úr Ráðhúsinu ekki seinna en strax og koma þeim fyrir í leikskóla og þá ekki sem starfsmenn.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 23:32

7 Smámynd: Benedikta E

Viggó - JÚ það er eitthvað.

Benedikta E, 8.9.2010 kl. 23:44

8 Smámynd: Benedikta E

Árni - NEI - það var aldrei fyndið. Þetta gengur ekki svona það er augljóst.

Ólafur F. þótti ekki góður - en hann væri himnasending á móti " ÞESSU".............

Benedikta E, 8.9.2010 kl. 23:50

9 Smámynd: RIKKO

hva?? er Reykjavík núna í rúst eftir þessi orð Jóns í brussel?

maðurinn er snillingur.

RIKKO, 9.9.2010 kl. 00:44

10 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Var sem sagt betra þegar Borgarfulltrúar stunduðu það að stofna og sprengja meirihluta og stungu hvert annað í bakið í endalausum farsa. Eða eruð þið misgáfaðir bloggarar ánægðir með það að orkureikningurinn hjá ykkur er að hækka um 30% út af misnotkun atvinnustjórnmálamanna á þessu fyrirtæki alveg síðan Oddson var í borgarstjórn (og þá er ég ekki að skjóta á Davið því allir flokkarnir líka þegar R listinn var og hét) mergsugu orkuveituna.

Það er fólk eins og þið sem þessir flokkar treysta á. Fólk með krónískt gullfiskaminni.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 9.9.2010 kl. 07:29

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Gnarrinn má passa sig að tapa sér ekki alveg - það sem honum kanski leifist hér er ekki viðurkennt víðast annarstaðar - óþarfi að haga sér eins og einhver "Silvía" eða hvað hún hét þessi eurovision "mær"

Jón Snæbjörnsson, 9.9.2010 kl. 08:18

12 identicon

Ég fæ ekki skilið fólk eins og þig. Þú vilt fá sama lið og tókst að setja OR á hausinn með ógeðslegu bruðli, aftur í borgarstjórn. Lóðabrasks-elítuna hennar Hönnu Birnu. Ég held að þú gætir verið haldin sjálfstæðis-masókisma, sem er víst útbrett syndróm hér á landi.

Helgi Þór (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 11:30

13 Smámynd: Benedikta E

Borgarbúar eiga kröfu á því að borgarstjórn sinni sínum störfum með ábyrgum hætti í þágu borgarbúa.

Það gerir núverandi meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur alls - EKKI -

Það var augljóst á borgarstjórnar fundinum 7. september að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur er vanhæfur og ætti að víkja til hliðar fyrir þeim sem hæfari eru til starfans - Áður en verulegt tjón hlýst af setu þeirra sem nú fara með meirihluta valdið í borginni.

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 14:35

14 Smámynd: Landfari

Fólk er bara orðið þreytt á valdabaráttu og undirferli pólitíkusa sem risu hvað hæst á síðasta kjörtímabili.

Hanna Birna komst til valda eftir plott og með því að vera ekki öll þar sem hún var séð. Kom óheiðarllega fram fyrir kosningar með því að viðurkenna ekki nauðsynina á hækkunum hjá Orkuveitunni en hélt samt áfram að krefjast arðs eins og fyrirrennarar hennar hjá R listanum.

R listinn mergsaug Orkuveituna og krafðist arðs sem hún svo varð að taka að láni til að geta borgað. Þetta er algerlega bannað í venjulegum hlutafélögum. Þar geta eigendur ekki krafist hærri arðs á aðlfundi en stjórnin leggur til. Það hefur komið fram að það var ekki stjórn Orkuveitunnar sem lagði til arðgreisðlur heldur voru þeir að fylgja kröfu eigandans, þvert á það sem þeir hefðu sjálfir viljað.

Með þessu móti gat ársreikningur borgarinnar litið betur út. Þetta sama fólk á nú ekki til orð yfir framferði útrásarvíkinganna sem hagræddu tölum í ársreikningum til að allt "lúkkaði" betur. 

Þó ég geti engan vegin verið sammála Gnarristum um að þeir hafi eitthvert skýrt og ótakmarkað umboð til að gerbreyta borginni þá hafa þeir umboð til að stjórna henni þetta kjörtímabil í samræmi við það sem sagt var fyrir kosningar.

Landfari, 9.9.2010 kl. 15:35

15 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Slakið á - gnarrinn var að segja frá því að hann væri með Tourett ( veit ekki hvernig á að skrifa það ) syndrome og athyglisbrest - þess vegna má hann gera svona lagað - og svo er hann að reyna að hætta að reykja -

kanski er honum ljóst að hann hefur ekkert í stjórnmál að gera - þetta var hvort sem er allt í plati - kanski er seta í borgarstjórn ekki svona þægileg innivinna með 500.000 á máuði eins og hann sagði fyrir kosningar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.9.2010 kl. 16:18

16 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Landfari - kynntu þér sögu OR frá 1999 - og hættu svo þessu þvaðri -

Hanna Birna tók við undir mjög erfiðum kringumstæðum - stóð sig fádæma vel - fékk alla til þess að vinna saman - og skilaði góðu verki.

Hvernig sem þú leitar í haughúsi sálar þinnar getur þú ekki fundið rök fyrir fullyrðingum þínum um hana eða hennar tíma á stóli borgarstjóra.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.9.2010 kl. 20:00

17 Smámynd: Benedikta E

Landfari - Ég vil hvetja þig til að hlusta á beina útsendingu frá fundum borgarstjórnar á hverjum þriðjudegi og eins að hlusta á útsendingu frá fundum borgarráðs á fimmtudögum og meta út frá því hvort þér finnst meirihluti borgarstjórnar standa undir þeim kröfum sem lög - reglur og stjórnsýsla borgarinnar gera kröfur til.

Þú getur auðvitað líka farið á pallana og fylgst með fundunum þaðan - þá upplifirðu sjálfur hvernig ástandið á stjórn borgarinnar er.

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 20:29

18 Smámynd: Benedikta E

Ps. Landfari - Varðandi orð þín í garð Hönnu Birnu þá eru þau ekki makleg -

Hanna Birna tók við stjórn borgarinnar við mjög erfiðar aðstæður og undir hennar stjórn lögðust allir borgarfulltrúar allra flokka - á eina sveif og skiluðu mjög góðu og árangursríku starfi í þágu borgarbúa.

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 20:37

19 Smámynd: Benedikta E

Ólafur - Takk fyrir þitt innlegg í umræðuna.

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 20:39

20 Smámynd: Landfari

Ekki veit ég hvernig ástatt er í þínu sálarlífi Ólafur Ingi en í minni sál er ekkert haughús enda enginn sori þar sem þarf að geyma.

Ég geri ráð fyrir að þú talir af eigin reynslu þegar þú vísar til haughúss sálarinnar og vil ekki ímynda mér hvernig umhorfs er í þínu sálarlífi.

Ef Hanna Birna stóð sig svona fádæma vel þá eru kjósendur bara svona vitlausir að kolfella hana í kosningunum. Þú ert náttúrulega bara búinn að gleyma hvað hún sagði um gjaldskrá Orkuveitunnar fyrir kosningar. 

Þú ert sjálfsagt líka búinn að gleyma rógsögunum sem dreift var um borgarstjórann, nafna þinn, sem var á undan henni áður en hann var felldur af þeim meirihluta sem samþykkt hafði að styðja hann.

Heldur þú að byggingafyrirtæki sem styrktu einstaka borgarfulltrúa um milljónir á milljónir ofan hafi gert það af góðmennsku einni saman? Þeir gátu hinsvegar ekki keypt Ólaf F. Heldur þú að það hafi verið tilviljun að hann var settur af þegar hann setti sig á móti Listaháskólanum og Landsbankaliðinu í lóðabraskinu á Laugaveginum.

Það lítur þannig út frá mínum bæjardyrum séð að Hönnu Birnu sé ekki alls varnað að vinna í hóp svo lengi sem hún fær að ráða. Eftir því sem manni skilst virkar hún ekki nógu vel í hópnum núna og ekki heldur í þeim sem Ólafur F. stýrði.

Það kann að vera að það sé vegna þess að Ólafur F. og Gnarr séu of einlægir og hrekklausar sálir til að skilja eða vilja taka þátt í pólitískum hrossakaupum sem manni sýnist grassera um allt, líka í því sem átti að verða " nýja Ísland ".

Fólk er bara almennt orðið þreytt á þessum endalausu svikum á því sem lofað er fyrir kosningar. Sjáðu bara Steingrím núna. Eina skýringin sem hann getur gefið á því að hann eigi að sitja í því sæti sem hann situr í núna er að það annars sé hætta á að sjálfstæðismaður taki stólinn. Það bara meigi ekki gerast. Það verði bara að hafa það þó það kosti öll kosningaloforð VG, stólinn skal hann halda í.

 Geturðu ímyndað þér andúðina sem stjórnmálamenn hafa unnið sér inn hjá almenningi þegar hann tekur Jón Gnarr, af öllum mönnum, framyfir starfandi borgarstjóra sem, allavega að sumra áliti " - stóð sig fádæma vel - fékk alla til þess að vinna saman - og skilaði góðu verki".

Landfari, 10.9.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband