Landsdómur : Væri ekki eðlilegt að öll ríkisstjórn Geirs H.Haarde og Ingibjargar Sólrúnar mætti fyrir Landsdóm ?

Alla vega þeir ráðherrar sem ötullega mættu til sameiginlegs skrafs og ráðagerða í Ráðherrabústaðinn - undir lögregluvernd eftir að hrunið hafði skollið á - og eru þar vel vott og skjalfestir hjá þá verandi fréttaljósmyndurum.

Jóhanna Sigurðardóttir - Össur Skarphéðinsson og Þorgerður Katrín - eru í fersku mynni frá þeim vettvangi - þau létu sig ekki vanta í mynd við Ráðherrabústaðinn. Þó þau myndu kannski ekki kannast við sínar eigin myndir núna.

Jóhanna og Össur hljóta að vera með öllu óhæf til aðkomu Alþingisnefndarinnar um Landsdóm - með þá fortíð sem þau hafa úr ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar Sólrúnar.

Jóhanna og Össur ættu ekki einu sinni að vera á þingi - eftir allt það fyrra fár sem þau hafa verið þáttakendur í að vélað um.


mbl.is Líkur á landsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Nákvæmlega Benedikta, unnu þau ekki saman sem "ein" heild - því að velja sérstaklega úr "ríkistjórnarhópnum"? sekur,  meðsekur

Jón Snæbjörnsson, 9.9.2010 kl. 13:56

2 Smámynd: Benedikta E

Þorgerður Katrín datt út úr textanum - hún á ekki frekar að vera á þingi en Jóhanna og Össur - Ekkert þeirra á að vera á Alþingi Íslendinga.

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 13:57

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég ælta ekki að segja til um hvort eigi að kalla allan hópinn til eða ekki.  Mér finnst það alla vega glæpsamlegt tilræði við íslensku þjóðina, ef að satt reynist, að Samfylkingin með Össur Skarphéðinsson fremstan í flokki, sé í einhverjum baktjaldssamningaviðræðum, um það hverjir skuli fyrir dóminn koma.  Sagt er að Össur vilji skipta á því að Björgvin G. sleppi, gegn því að Árni Matt sleppi.  Það hljómar eins og fangaskipti milli stríðsaðila.

Nefndin á, ætli hún að marka einhver spor í sögunni, önnur en að vera enn eitt dæmi um spillta sögu stjórnmálana hér á landi að kalla fyrir landsdóm, þau Geir, Ingibjörgu, Árna og Björgvin.  Auk þess á nefndin einnig að kalla til þau Össur Skarphéðinsson, er var staðgengill Ingibjargar, er hún var frá stöfum vegna veikinda sinna.  Einnig á nefndin að kalla fyrir landsdóm Jóhönnu Sigurðardóttir, sem sat í fjármála hópi ríkisstjórnarinnar síðustu mánuðina fyrir hrun.  Sé sök þeirra tveggja síðastnefndu, lítil sem engin þá verða þau bara sýknuð og hlýtur það að verða þeim léttir frekar en hitt að vera borin sökum, án þess að geta sannað sakleysi sitt fyrir dómi.

 Eins á þingmannanefndin að leggja til, að landsdómur, geti kallað fleiri ráðherra fyrir landsdóm, en þessa sex ofantöldu, ef að málflutningur fyrir landsdómi, bendi til sakar hjá fleirum en þessum sex ráðherrum.

 Að síðustu er ég þeirrar skoðunnar að ef hugsanlegar niðurstöður nefndarinnar, er orðnar af einhvers konar samkomulagsatriðum, milli flokka og þingmanna utan nefndarinnar, þá hafi nefndin brugðist trausti þings og þjóðar.  Nefndin eða nefndarmenn, eiga ekki og mega ekki ræða sín störf og hugsanlegar niðurstöður utan nefndarinnar.  Starf og eðli nefndarinnar býður ekki upp á slíkt.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.9.2010 kl. 14:08

4 Smámynd: Benedikta E

Jón - Jú einmitt - en þó voru sumir kannski "meiri heild" en aðrir ?

En það breytir því ekki öll sem eitt fyrir Landsdóminn.

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 14:14

5 Smámynd: Benedikta E

Til upprifjunar : Einn morguninn þegar ráðherrarnir voru á leið til fundar í Ráðherrabústaðinn undir lögregluvernd - tók fréttamaður RÚV - María Sigrún - Þorgerði Katrínu tali og spurði hana hvort hún væri ekki vanhæf að vera þarna á fundum  vegna tengsla sinna við KB banka sem þá var komið í umræðuna.

NEI - NEI - ég er alls ekki vanhæf svaraði  Þorgerður Katrín  fréttakonunni - og flýtti sér inn í Ráðherrabústaðinn - til að véla um KB banka og hina bankana sem voru til umræðu á þeim fundi.

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 14:24

6 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - Takk fyrir þitt vel ígrundaða innlegg í umræðuna.

Hvað finnst þér um stöðu Þorgerðar Katrínar eftir hrunið - hefði hún ekki átt að stíga til hliðar strax haustið 2008 - ?

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 15:02

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þorgerður Katrín var vissulega vanhæf til þess að sitja þá ríkisstjórnarfundi er Kaupþing var til umræðu í það minnsta að koma að ákvarðanatöku vegna málsins.  Ég tel hins vegar að maki Þorgerðar hafi ekki haft eitthvað forskot á aðra í bankanum vegna veru hennar í ríkisstjórn.  Þeim starfsmönnum er nutu sömu kjara og Kristján í bankanum hlýtur að hafa verið staða bankans ljós, þó svo að makar  þeirra sætu ekki í ríkisstjórn.

Vanhæfi Þorgerðar er samt því miður ekki síðasta vanhæfismálið, sem til álita kemur.  Var Álfheiður Ingadóttir hæf til setu á ríkisstjórnarfundum á meðan viðbrögð vegna Hæstaréttardóms vegna gengistryggra lána, voru rædd?  Maki Álfheiðar er lögfræðingur Lýsingar í málinu.

 Eru Árni Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson hæfir til setu á ríkisstjornarfundum þegar málefni sparisjóðana eru rædd? Össur hagnaðist því hann seldi stofnbréf sín í SPRON á "réttum" tíma.  Árni Páll er sagður hafa notið extra-lánakjara við kaup á stofnbréfum í BYR.   Árni Páll er reyndar að mínu mati vanhæfur sem ráðherra bankamála, fyrr en hann getur gert grein fyrir sínum viðskiptum vegna þessara kaupa á stofnbréfunum í BYR.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.9.2010 kl. 15:30

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Benedikta, fólk veður líka að taka ábyrgð á því að gera ekki neitt

Jón Snæbjörnsson, 9.9.2010 kl. 15:45

9 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - Það er rétt hjá þér að vanhæfnin er til staðar hjá öllum þeim sem þú nefnir og hver og einn þeirra ætti að bera sína ábyrgð sem er ekkert léttvægari þó slíkt siðleysi finnist hjá öðrum.

En af því þú nefnir Össur og kjölfestu bréfin hans í - SPRON - sem hann útleysti af tómri "tilviljun"skömmu fyrir hrun SPRON

Sama var með Árna Þór Sigurðsson Vg. - og Ingibjörgu Sólrúnu  - en þau þessi þrjú hafa nánast sloppið við alla umræðu varðandi þeirra kjölfestu-fjárfestingar í SPRON - og "tilviljanakenndar " sölu þeirra á sínum hlut -

Að um innherjaviðskipti hafi verið að ræða - NEI - NEI - það nefnir það enginn.

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 21:02

10 Smámynd: Benedikta E

Jón - JÁ að sjálfsögðu - að vera eins og sofandi sauðir !

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 21:04

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þið sæl hvers vegna eru þau að skipuleggja leikritið sjálf?

Sigurður Haraldsson, 9.9.2010 kl. 21:39

12 Smámynd: Benedikta E

Spurning sem hlýtur að vakna Sigurður.

Annars vil ég ekki trúa því  fyrr en á reynir að ekki verði tekið á þessu máli svo bragur sé að.

Það kæmi ekki vel út fyrir þingið.

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband