Valdið er hjá kjósandanum - því valdi fylgir mikil ábyrð - Að velja hæft fólk til stara - fyrir næstu 4 ár !

Nú standa fyrir dyrum borgarstjórnarkosningar - eftir 5 daga.

Hvernig vitum við að algjörlega reynslulaust fólk í stjórnmálum - og ekki með neitt bakland - séu hæfari en þeir - sem ára langa reynslu hafa í stjórnmálastarfi og fjölbreytt bakland til ráðagerða og úrvinnslu mála.

Baklandið er í flokkunum - aða flokkurinn er baklandið - þeir sem gera lítið úr því - skortir þá raun sönnu upplýsingu.

Á kosninganóttina gætu kjósendur staðið frammi fyrir því að kosningu hefðu hlotið 15 reynslulausir nýliðar í borgarstjórn Reykjavíkur með jafn marga reynslulausa vara menn.

Enginn reyndur borgarfulltrúi sem miðlað getur reynslu í því hvernig málin ganga fyrir sig í borgarfulltrúa starfinu.

Og hverju þarf að sinna og hvernig er því sinnt.

Borgarfulltrúastarfið er ekki skrifstofustarf - það er heldur ekki bara stjórnunarstarf - það er fyrst og fremst þjónustu starf fyrir borgarbúa.

Borgarfulltrúastarfið er margslungið starf og flókið - engu öðru starfi líkt.

Það sem að framan er sagt er ekki hræðslu áróður - nei raunveruleiki.

Borgarfulltrúar eru ekki ósnertanleg há-yfirstétt - sem getur deilt út lífsgæðum til vina sinna og ættingja - það er mikill misskilningur.

 


mbl.is Besti flokkurinn með 8 fulltrúa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband