26.11.2009 | 01:06
NÚ fær sameiningartákn þjóðarinnar - sitt stóra tækifæri ! Að skrifa ekki umdir Icesave ánauðina !
OG færa þjóð sinni - þjóðaratkvæðagreiðslu á silfurfati - Þá verður þjóðin ánægð og glöð með forseta sinn um aldir alda.
Hann kemst á spjöld sögunnar sem dáðasti þjóðhöfðingi allra tíma - útrásin þurkast út eins og sápa af spegli - Þjóðin hrópar - Lengi lifi dáðasti forseti allra tima - HÚRRA - HÚRRA - HÚRRA -
![]() |
Forseti synji Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það verður að stoppa þennan voða sem forsætisráðherrann í tómu vanviti er á góðri leið með að steypa þjóðinni í - forsætisráðherrann og hennar stjórnarlið - ræður enganveginn við þá ábyrgð að standa í forsvari fyrir land og þjóð.
Bréfin segja allt sem segja þarf - til viðvörunar um að það er hætta á ferðum !
Þegar þjóð er í lífsháska hver tekur þá af skarið ?
Stjórnin verður að víkja- STRAX - !
Íslandi allt.
![]() |
Brown álítur Icesave bindandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 18:16
Í fundarsköpum Alþingis 53.gr - 4. kafla segir svo "Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni".
2.umræða um Icesave málið hófst fimmtudaginn 19. nóv. sl. síðan þriðjudaginn 24. báða daga með kvöldfundum til miðnættis eða þar um bil.
Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hefur nánast ekkert verið til staðar í þingsalnum undir umræðunum - og aldrei tekið þátt í umræðunni.
Gerðar hafa verið athugasemdir af stjórnarandstöðunni við fjærveru Jóhönnu úr þingsalnum án árangurs - að öðru leiti en því að Jóhanna svaraði Þorgerði Katrínu þannig að "hún( Jóhanna ) léti ekki varaformann Sjálfstæðisflokksins segja sér hvenær hún ætti að tala - hún myndi tala þegar henni sýndist - hún myndi tala þegar hennar tími kæmi" - þetta er eina innlegg Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til þessa - í 2. umræðu Icesave málsins í jafn stórt og grafalvarlegt mál og Icesave málið er fyrir þjóðina.
Þátttaka Steingríms fjármálaráðherra hefur verið svipað lítil og Jóhönnu - Steingrímur hefur þó eitthvað setið í stólnum sínum í þingsalnum og lesið dagblöðin - eða þá lesið í bókum.
Stjórnarþingmenn hafa flestir ekki látið sjá sig í þingsalnum við 2. umræðu Icesave - 2 stjórnar þingmenn munu lítillega hafa tekið til máls - annar þeirra aðeins til að ásaka stjórnarandstöðu þingmenn um málþóf.
Fjærvera stjórnar þingmanna er án nokkurs vafa með fulltingi Jóhönnu og Steingríms - ef til vill eru það fyrirmæli þeirra - til að lengja ekki umræðuna - því troða á Icesave málinu í gegn helst án nokkrar umræðu - eins og vitað er.
Eitt ættu þau Jóhanna og Steingrímur að leiða hugann að - það að þau eru á Alþingi til þjónustu fyrir þjóðina og þjóðarhag og þeim ber að sinna því starfi sem slíku - umfram þjónkun við erlenda fjárkúgara.
Jóhönnu og Steingrím skortir virðingu fyrir þjóð og þingi - er það eitt af þeirra stærstu vandamálum - þeim ber að fara eftir og virða hlutverk þingsins sem er æðsta vald Alþingis - ríkisstjórnin = framkvæmdarvaldið á aðeins að framkvæma það sem þingið hefur ákveðið - ekki öfugt eins og Jóhanna vill að sé og reynir að koma í kring með allskyns óhæfu bellibrögðum.
Mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti því að veita Iceave málinu ríkisábyrgð - að gera það eru föðurlandssvik og Stjórnarskrárbrot.
Mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild og aðildarviðræðum við ESB - að reyna að troða þjóðinni þar inn gegn meirihlutavilja þjóðarinnar er landráð og brot á Stjórnarskránni.
Framangreint hafa Jóhanna og Steingrímur framið ásamt öðrum stjórnarliðum - þar af leiðir að þau hafa fyrirgert umboðsrétti sínum til stjórnar setu.
Íslandi allt !
![]() |
Flugmenn Gæslunnar með hærri laun en forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 10:39
Það fækkar skattgreiðendum á Íslandi - veistu það - Steingrímur ? - Þeir flytja úr landi í hundraða vís!
Landflótti - af-hverju er það staðreind ? - Fólk er að flýja kúgun valdníðslu og skattpíningu stjórnvalda Steingrímur.
Hvað ætlar þú að gera til að fyrirbyggja landflóttann Steingrímur - Landflóttinn er staðreynd nú þegar og á eftir að aukast.
Hefur þú reiknað með tekjutapi ríkissjóðs vegna brottfluttra skattgreiðenda í hundraða - þúsunda vís - verður þú ekki að hugsa fjárlögin upp á nýtt svo þú missir ekki frá þér skattgreiðendur í þúsundavís til til "norrænu velferðar samfélaganna" í útlöndum Steingrímur.
![]() |
Fleiri flytjast til útlanda en nokkru sinni fyrr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2009 | 01:54
Á að trúa þessu Árni Páll ? - Er félagsmálaráðherrann virkilega svo illa upplýstur um nærumhverfi sitt - sjálft ráðuneytið!
Að hann viti ekki að ráðgjafi hans og aðstoðarmaður Yngvi Örn Kristinsson hafi gert 230 milljón króna kröfu í þrotabú Landsbankans - sinn gamla vinnustað.
Sem meira að segja hefur verið fjallað um í fjölmiðlum - hægri vinstri.
Hvað hefur Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra - marga ráðgjafa og aðstoðarmenn og hvað er margt starfsfólk í ráðuneyti hans ?
![]() |
Vissi ekki um kröfu Yngva Arnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá í blá lokin á stjórnarsamstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks!
Steingrímur var í dag í þinginu spurður út í ummæli Jóhönnu - og að sjálfsögðu tók Steingrímur til staðhæfingar-sálarfræðinnar - eins og honum er lagið - þegar allt er í tómu tjóni í kringum hann og öllim augljóst !- Sagði því Steingrímur það - "misskilning - að lesa annað úr orðum forsætisráðherra um Suðurlínur - en ástunduð verði fagleg stjórnsýsla" - þá vitum við það - þar til annað kemur í ljós !
Góðir landsmenn - Íslandi allt !
![]() |
Orð forsætisráðherra rangtúlkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þeir - Yngvi Örn Kristinsson ráðgjafi Jóhönnu forsætisráðherra og aðstoðarmaður Árna Páls félagsmálaráðherra sem var áður framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans fyrir og fram yfir hrun - William Fall bankastjóri Straums fyrir og fram yfir hrun og Hannes Smárason "athafnamaður" fyrir og fram yfir hrun - þessir þrír gera allir stórtækar kröfur í þrotabú Landsbankans upp á fleiri hundruði milljóna króna hver.
En að þeir geri það af góðseminni einni saman - svo þeir geti gefið stórgjafir til góðgerðarmála - því trúir varla nokkur maður - en ölmusu skattaafslátturinn getur komið sér vel.
![]() |
Gefur launin til góðgerðarmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því lík háðung og smán - hafa þau enga dómgreind þessar manneskjur?
Þau ættu að stór skammast sín !
![]() |
Jóhanna leiðir ljósagöngu á miðvikudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.11.2009 | 10:44
Atvinnuleysið og launa lækkun - skilar ríkisstjórninni "tilætluðum árangri"! - kaupmáttar rýrnun - sem nú mælist 7,1% síðustu 12 mánuði - og fer vaxandi!
Fyrirhugað skattahækkana brjálæði ríkisstjórnarinnar - ásamt Icesave brjálæðinu geta ekki annað en orðið vanhæfri ríkisstjórn að falli.
Þetta ríkisstjórnarfólk veit ekkert hvað það er að gera - að vinna markvisst gegn bjargráðum þjóðarinnar - getur ekki annað en orðið þeim að falli.
![]() |
Enn lækkar kaupmáttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2009 | 01:13
2. umræða um Icesacv málið er til umræðu nú í þinginu - hún hófst sl. fimmtudag- þingmenn voru þvingaðir til kvöldfundar vegna umræðu um Icesave málið!
Engir stjórnarþingmenn voru til staðar í þinginu við umræðuna - aðeins stjórnarandstaðan.
Þetta eru afar sérkennileg vinnubrögð hjá stjórnarliðum í svona grafalvarlegu máli - eins og Icesave er fyrir þjóðina.
Fréttamiðlar fjalla nánast ekkert um stöðu Icesave málsins í þinginu - sem væri þó sannarlega full þörf á - því Icesave máliðnu er hvergi nærri lokið - þó Jóhanna og hennar föruneyti láti sem svo sé.
Ég vil vekja sérstaka athygli á fundi Heimastjórnar á Ínn frá því á föstudaginn 20.nóv. þar sem fjallað er um Icesav málið ítarlega af Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni Sjálfstæðisflokksins.
Mjög gagnleg samantekt hjá Guðlaugi Þór - ég hvet ykkur til að heyra hvað hann hefur að segja - hann er jú í eldlínunni á Alþingi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)