Lúpínan er augna yndi! - Hættið að fordæma lúpínuna - lítið þess í stað á fegurð hennar og gagnsemi !

Lúpínan útrýmir sér sjálf þegar ekki er lengur gagn fyrir hana í náttúrunni.                                         Var lúpínan ekki flutt inn til landsins - átti hún ekki að vera til gagns fyrir gróðurinn? - ég man ekki betur.

Lúpínan vex víða á norðurlöndunum - án fordóma og eineltis mannskepnunnar. Lúpínan er umhverfis - prýði!

 

 

 


mbl.is Lúpínan erfið í Rauðhólum og Laugarási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Notkun innfluttra plöntutegunda

í landgræðslu og skógrækt veldur

úlfúð, og klýfur upp í andstæðar

fylkingar þann stóra hóp fólks

sem lætur sér annt um lífríki

landsins og umhverfi. Gagnkvæmt

vantraust og spenna hefur

myndast á undanförnum árum

milli skógræktarfólks annars

vegar og náttúruverndarsinna

hins vegar, og þessar hugmyndafræðilegu

andstæður snúast fyrst

og fremst um afstöðuna til innfluttra

tegunda. Báða flokkana

skipar hugsjónafólk sem vill verja

landið og jörðina gegn frekari

hnignun lífríkis. Það sem skilur

sundur með hópunum er í

grunninn afstaða til kosta og

ókosta hnattvæðingar. Fyrri

hópurinn vill opna landamærin

fyrir innflutningi trjátegunda en

síðari hópurinn vill að hér fái

einungis „íslenskar tegundir“

landvistarleyfi. Í þessu má skynja

ýmsar áhugaverðar hliðstæður

við pólitískar deilur hérlendis og

á öðrum velmegandi Vesturlöndum

um afstöðuna til innflutnings

fólks af öðru þjóðerni.

Fleiri stjórnmálalegar hliðstæður

má greina í deilum um skógrækt

og innfluttar trjátegundir undanfarinna

missera og afstöðu

manna til frjálsra milliríkjaviðskipta

á síðustu öld. Fram eftir

20. öldinni var einróma, þverpólitískur

stuðningur hér á landi

og víðar um heiminn við haftabúskap

og verndun innlendra

atvinnuvega gagnvart erlendri

samkeppni. Í skjóli þessarar

stefnu urðu til atvinnugreinar

sem ekki gátu keppt á

heimsmarkaði og fengu aðeins

þrifist í skjóli verndarmúra. Talið

er að þessi stefna hafi mjög

dregið úr vexti hagkerfis þjóðríkjanna

þegar til lengdar lét.

Spyrja má í þessu samhengi

hvort verndarmúrar og höft

gagnvart innfluttum trjátegundum

gætu ekki leitt til hliðstæðra

langtímaáhrifa á vistkerfi Íslands

og haftabúskapurinn leiddi yfir

hagkerfið um miðbik 20. aldar,

þ.e. stöðnun, fátækt og óarðbærni.

Lendi íslenskt samfélag í

öngstræti nýrrar, „grasafræðilegrar“

þjóðrembu er eftirfarandi

spurning áleitin: Er réttlætanlegt

að loka landinu fyrir nýjum

tegundum sem styrkt gætu

íslensk gróðurlendi, gert landið

byggilegra og betur í stakk búið

að standast ytri áföll, og jafnframt

gert landnýtingu hér á

landi sjálfbærari? Svar mitt er:

Ekki frekar en að réttlæta megi

einangrun landsins gagnvart

erlendum menningaráhrifum,

erlendu fjármagni eða búferlaflutningum

fólks af erlendum

uppruna, sem allt gæti styrkt

stoðir samfélags, menningar og

hagkerfis með nýjum hæfileikum

og aukinni fjölbreytni. Þetta

kallar á svar við skyldri spurningu:

Ef friðsamleg sambúð fólks

í fjölmenningarsamfélagi er álitið

gott og æskilegt markmið meðal

manna, hvaða rök hníga að því

að sama gildi ekki um sambúð

innfluttra trjátegunda og innlends

gróðurs?

(niðurlagið á grein minni í Skógræktarritið 2005b, bls. 31-49: "Framandi og ágengar trjátegundir í íslenskum skógum – raunveruleg, aðsteðjandi eða ímynduð ógn?"

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 14.9.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Benedikta E

Sæll Aðalsteinn - Takk fyrir fróðlega grein út frá heimspekilegu sjónarhorni og lúpínunni til varnar.

Þessi grein þín þyrfti að koma þeim fyrir sjónir sem hafa fengið lúpínuna á heilann.

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 15.9.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband