Á nú að skella skuldinni á þolendur bankaglæpsins - viðskiptafólk bankana og höfða "Nú" til vorkunsemi og meðvirkni þeirra með bankafólkinu!

Glætan - það er ekki viðskiptamanna bankana að veita bankastarfsmönnum syndaaflausn ..........

Það hefði átti að hreinsa út allt bankastarfsfólkið úr bönkunum - það átti að hverfa á braut  með hruninu - það tók allt þátt í bankaplottinu - og fékk aukagreiðslur fyrir...........250 - 400 þús ! það er bara grín ........... Hann er grínisti hann Friðbert........... svona ímyndasmiður.........

Það er ekki of seint fyrir gamla plottliðið í bönkunum að hætta ...............bara núna.....

Þeim sem hugnaðist ekki bankaplottið - voru einfaldlega látnir hætta í bönkunum - þeir þurftu ekki áfallahjálp!.............. þeir tóku ekki þátt......... þeir pössuðu ekki í mausið...............
mbl.is Bankamenn fá áfallahjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ertu nú snögg að dæma. Ætli hann sé ekki að tala um fólkið á gólfinu, gjaldkerana og þjónustufulltrúana. Er ekki komið nóg af fólki sem spúir eitri í þjóðfélaginu í dag. Sumir þurfa nauðsynlega að koma sér út úr bitru hugarfari.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 23:40

2 identicon

Sem gjaldkeri til nokkurra ára í einum af bönkunum langar mig að segja nokkuð.. ég hef þurft að líða hótanir, niðurlæginu, skammir og margt í þá áttina frá viðskiptavinum bankans míns.. er það virkilega mér að kenna.. einum skitnum gjaldkera í útibúi að fór eins og fór.. á ég það skilið að vera hraunað yfir dag eftir dag fyrir það eitt að mæta í vinnunna mína...??'

Nei ég meina.. það verður nú að ráðast á rétta fólkið... !!! 

Svo langar mig að benda á eitt að lokum að ég er með mun lægri heildarlaun en 250þús á mánuði og samt á ég að vera hæst launaðasti gjaldkeri í mínu útibúi..... það er eitthvað við þessa frétt sem ekki passar!!

Gjaldkeri (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 23:52

3 identicon

Er ekki allt í lagi?  Heldurðu virkilega að hinn almenni starfsmaður hafi vitað hvað var í vændum?  Heldurðu að enginn óbreyttur bankastarfsmaður hafi tapað peningum í hruninu?

Meira helvítis bullið, þú veist ekkert um hvað þú ert að tala.

Bankamær (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:07

4 identicon

Gjaldkeri !   þú ert væntanlega ekki að starfa í fyrirtæki sem þú ert ósátt við  heheh eða er það ?

ég er sammála Benediktu

madnes (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:07

5 identicon

Þú þarna "madnes", heldurðu að einhver hætti í vinnu í dag bara sisvona?  Bjáni.

Bankamær (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:09

6 identicon

Bankamær

 ég tel að í upplýstu þjóðfélagi og vel menntuðu þá gerum við skýrar væntingar til hvers og eins einstaklings og ætlumst til að hann hún sé heiðvirð í hvívetna og ráðleggi engum neitt illt.  og illur er sá ráðgjafi sem er illa að sér.

madnes (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:11

7 identicon

madnes, enda þekki ég engan bankamann sem er að ráðleggja illt, eða hefur gert.  Og þekki ég þá ansi marga.  Þarna er ég að tala um venjulega "starfsmenn á plani". Sem oftar en ekki fá allan skítinn yfir sig blásaklausir.

Bankamær (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:19

8 identicon

það er samt mjög skiljanlegt að fólk sér sárt og svekkt útí þessar svokölluðu Bankastofnanir. 

madnes (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:26

9 identicon

Sæll Benedikta,

Ég held þú þurfir að athuga aðeins hvað þú ert að tala um;)  Eftir þessu ætti að reka alla sjómannastéttina með tölu fyrir kvótabrask útgerðarmanna.  Og þá sem starfa við flugrekstur fyrir afglöp FLGroup.  Og svo mætti lengi telja og væri vafalaust fáir eftir sem ekki ættu að fjúka ef þessari lógik færi fylgt eftir.

Það kæmi mér á óvart ef meira en 1% af starfsmönnum bankanna hafi haft hugmynd um hvað var í gangi.  Er ekki til nokkuð mikils ætlast að gera 99% prósentin ábyrg fyrir því sem þetta eina prósent gerði?  Mér finnst það verra óréttlæti heldur en það sem beitt var af þeim sem stóðu á bak við hrunið. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:39

10 identicon

Eitt veit ég þó ég sé engan vegin að kenna neinu uppá neinn. Barnsfaðir minn vann í KB banka með 199900kr í mánaðarlaun. Til að hækka launin sín fékk hann "sölulaun" að veita viðskiptavinum sínum yfirdrátt,kreditkort og skuldabréf. Hann náði að fá hærri laun með því að koma fólki í skuldir, sem er ekki honum að kenna en yfirmenn bankanna settu á hvatakerfi á saklausa starfsmenn bankanna.

Þannig að ég held að fólk ætti að láta gjaldkera og þjónustufulltúanna í friði!

Ástdís (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 00:55

11 identicon

Mér finst að fólk mætti vera aðeins málefalegra í umræðunni!  Það þýðir ekki að hengja bakarann fyrir smiðinn.  En ef það er rétt að starfsfólk á gólfinu hafi verið á einskonar bónus fyrir að auka skuldir viðskiptavinar og kallað sig "þjónustufulltrúa" þá er viðkomandi ekki alsaklaus að minu viti.  En ég held að allir hafi verið hálf blindaðir af þessari velgengd "útrásarvíkingana".  Held að áfallahjálpinn þurfi að fara víðar en inn í bankana.

Magnus Tor Magnusson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 06:46

12 identicon

Er ein af þessum 'starfsmönnum á plani' í banka og ég hafði enga hugmynd um hvert stefndi frekar en næsti maður.

Það er alveg rétt að það er ekki viðskiptamanna að veita okkur neina syndaaflausn en við þurfum heldur ekki svona skít frá fólki eins og þér og setningin 'það tók allt þátt í bankaplottinu' dæmir sig alveg sjálf.

Ég mæli með því að þú eyðir orku þinni í eitthvað annað en að dæla út þvælu á netinu Benedikta.

Sonja Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 07:33

13 identicon

Ég þekki þig ekki en þetta er illa sagt. 5% af öllum bankastarfsmönnum fengu innan við hálfa milljón á mánuði. Ég er sjálf gift bankamanni og það var ekki bara bankastarfsfólkið sem leið illa, líka makar og fjölskyldur þeirra. Ég sjálf fékk kvíðakast, og manninum mínum og fjölskyldu sem vinnur í bönkunum leið ekki vel. Ég veit ekki hvaða bónusa þú ert að tala um því ég hef aldrei séð ofur-háar upphæðir á reikningi mannsins míns né hjá öðrum fjölskyldumeðlimum, og hann vinnur nógu mikið. Við höfum ekki einu sinni ráð á því að heimsækja fjölskyldu hans án þess að spara marga mánuði fram í tímann, né get ég komist út að vinna að lokaverkefni fyrir skólann vegna fjárskorts. Þvílíkur munaður sem bankamenn lifa við. Þrátt fyrir það komum við mjög vel út úr þessu öllu þar sem við eigum engar eignir, og við erum þakklát fyrir það.

Ég skil reiðina í samfélaginu en það verður að láta bankafólk í friði. Bankafólk er líka fólk sem vinnur bara sína vinnu. Ég er viss um að þú hefur líka þurft að gera eitthvað í vinnu sem er þér ekki mikið gleðiefni.

Það að vinna í banka undanfarna mánuði hefur ekki bara verið erfitt vegna leiðinlegra athugasemda frá fólki sem oft vill kenna banakamönnum um sínar ófarir. Fólk verður að taka ábyrgð á sínum skuldatökum. Svona var þetta í öllum alþjóðlegum bönkum. Þú veist líklega af öllum bönkunum sem hrundu í Bandaríkjunum. Þetta er alþjóðakreppa. Allt sem fer upp fer niður. Ein af mörgum staðreyndum í lífinu. Þetta þurfti að gerast einhvern tímann.

Júlíana (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 09:24

14 identicon

Madnes...

það er ekki eins og störfin liggi á hverju strái!! ég er þakklát fyrir að fá allavega laun mánaðarlega!

Gjaldkeri (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband