ESB aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka - umsvifalaust!

Samfylkingin hefur ekkert umboð hvorki þings eða þjóðar til að vaða áfram og ausa fjármunum þjóðarinnar í aðildarviðræður að ESB sem enginn vilji er fyrir nema hjá Samfylkingunni.

Jóhönnu heppnast ekki kattasmölun á Vg. þingmönnum fyrir meirihluta ! -

Þingmenn Vg. hrynja út úr skápunum með NEI - NEI á vörum gegn ESB aðild og yfir 70% þjóðarinnar segir NEI við ESB  í skoðanakönnunum.

ESB veit um þessa andstöðu á Íslandi og þeim líst ekkert á málið.

Jóhanna og Össur verða sjálf að fjármagna ESB óráðið ætli þau sér að vaða áfram á vonlausri braut í ESB málinu - til þess hafa þau ekki fjárveitingu úr ríkissjóði.

Einar H. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að samningaviðræður við Evrópusambandið hljóti að vera í algjöru uppnámi.

Sjá frétt í viðhengi.


mbl.is Segir að viðræður við ESB hljóti að vera í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auðvitað eigum við ekki að ganga í Gjaldþrotabandalag Evrópu, og enn síður fyrst það tókst hér að afstýra þjóðargjaldþroti.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2010 kl. 17:48

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Össur hefur ekki lesið fréttir í margar vikur. Hann hélt því fram í þinginu í dag, að ESB væri LEIÐIN.  Næg vinna fyrir alla og allur pakkinn....................... Það er ekki að tilefnislausu, að maðurinn gengur undir nafninu: Garðálfurinn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.5.2010 kl. 18:46

3 Smámynd: Benedikta E

Guðmundur - Gjaldþrotabandalag Evrópu - flott nafngift hjá þér og réttnefni það er að liðast í sundur..................!

Benedikta E, 15.5.2010 kl. 00:26

4 Smámynd: Benedikta E

Kristinn - JA - hérna - það er ekki von á góðu - sama ástandið á þeim tveim Össuri og Jóhönnu.

Benedikta E, 15.5.2010 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband