Styrkir frá Landsbankanum til Samfylkingarinnar voru umtalsvert hærri en Samfylkingin hefur gefið upp - Það kemur fram í Rannsóknarskýrslunni !

Skyldu ofur styrkveitingar Landsbankans til Samfylkingarinnar hafa haft eitthvað að gera með það að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra smalað inn hrunaliði úr Landsbankanum í náhirð sína í stjórnarráðinu ?

Lítum á eftirfarandi : Úr hrunaliði Landsbankans eru aðstoðarmenn og ráðgjafar - ráðherra Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

"Aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra  er Yngvi Örn Kristinsson - hann var framkvæmdarstjóri Verðbréfasviðs Landsbankans.

Einnig er Yngvi Örn Kristinsson - RÁÐGJAFI - forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur.

Aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar efnahags og viðskiptaráðherra er Benedikt Stefánsson - hann var í Greiningardeild Landsbankans.

Skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu er Björn Rúnar - hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans.

Aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra er Arnar Guðmundsson - hann var í Greiningardeild Landsbankans.

Fulltrúi Íslands í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum á vegum ríkisstjórnar Jóhönnu er Edda Rós Karlsdóttir hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans."

Þannig er nú það - Samfylkingin virðist hafa verið með tærnar vel innan dyra í Landsbankanum ef ekki bara hælana líka !


mbl.is Hærri styrkir en Samfylking gaf upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband