Fyrirhugað inngrip ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms í kjaradeilu flugumferðarstjóra !

Hvernig er málum háttað hjá ríkisvaldinu sjálfu hvernig væri fyrir ríkisvaldið og opinbera stjórnsýslu að byrja hjá sjálfu sér - Neeeeeeeei það er ekki gert nema með sjónhverfingum og skrípaleik - samanber nýliðin " launalækkun" hjá háttlaunuðum forstjórum ríkisfyrirtækja sem ekki hafa einu sinni með mannslíf að gera eins og t.d. forstjóri Landsvirkjunar og Útvarpsstjóri - "lækkaðir í launum" en hækkaðir á móti með með fleiri hundruð þúsunda í sporslum óunna yfirvinnu og því um líkt svo útkoman var hækkun vegna "gífurlegrar ábyrgðar í sínu starfi".

Flugumferðarstjórar - í hverju liggur þeirra  "van ábyrgð" Jú bera ábyrgð á því að flugfarþegar komist lífs á leiðarenda það er ekki minna en það !

Ég vil taka það fram að ég hef þeirra hagsmuna að gæta ásamt mínu fólki að vera nokkuð oft flugfarþegi !

Ég lýsi hér með vanþóknun á fyrirhuguðu inngripi  ríkisvaldsins í kjaradeilu flugumferðarstjóra.


mbl.is Gagnrýna inngrip hins opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Domina...

Á alveg sama hátt og flugstjórar dominera á vinnumarkaði dominera Nornin og Náhrímur.. HALDA FÓLKI HRÆDDU.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 17:32

2 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Þetta inngrip skapar líka slæmt fordæmi fyrir samningaviðræður allmargra stétta, hverra samningar renna út í haust. Því ekki á ríkið krónu með gati í né atvinnurekendur almennt.

Sigurjón Sveinsson, 12.3.2010 kl. 17:37

3 identicon

Já það er margt mannanna bölið því lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í 283 daga og sér ekki til lands enda hafa þeir ekki verkfallsrétt.  Þess utan var bætt inn grein í lögreglulög um að þeim væri óheimilt að eiga eða reka fyrirtæki sitja í stjórnum annarra og mættu ekki vinna nein aukastörf án sérstaks leyfis Ríkislögreglustjóra og hans mats hvor að samræmdist aðalstarfi.

Þessu unga fólki eru því allar bjargir bannaðar og það með lögum??

Flugumferðarstjórar höfðu verkfallsrétt og fóru þá í skæruhernað og komust upp með það átölulaust en þá voru tafir á flugi og dýrar félögunum.  Nú við breytingu í OHF fengu þeir hann aftur en gallinn er bara sá að þeir eru í raun og veru að vinna að mestu fyrir erlenda aðila sem greiða launin í útseldri vinnu og Kanada bíður eftir tækifæri að yfirtaka þetta hér enda geta þeir stjórnað allri umferð þaðan og það munaði litlu við síðasta verkfall að svo yrði.

Ekki má gleyma flugvirkjum þeir fara líklega í verkfall en allt er þetta grátlegt á sama tíma og skorið er niður laun lækkuð einhliða og þetta máttu stjórnvöld vita fyrir löngu síðan að plön þeirra mundur steyta á skeri.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband