Tugum skattgreiðenda var sagt upp störfum í dag vegna skattahækkana ríkisstjórnarinnar!

Aðrir starfsmenn - sem ekki fengu uppsagnarbréf í dag - beðnir að lækka launin um einhverjar %

Þannig er ástandið Steingrímur - atvinnulausir verða bótaþegar - þeir greiða ekki skatt - Steingrímur.

Fyrirtæki sem draga saman og segja upp fólki greiða líka minni skatta - það verður keðjuverkun af skattahækkununum sem skila ekki þeirri tekjuöflun sem ríkisstjórnin ætlaðist til.

Er þetta rétt fjármála og skattastefna Steingrímur - það er ekki of seint að breyta um stefnu .


mbl.is Uppsagnir hjá Ölgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

afhverju heldur fólk alltaf að atvinnulausir greiði ekki skatta ?  það eru teknir skattar og í lífeyrirsjóð og í stéttarfélag, reyndar getur fólk valið um hvort það sé tekið af því gjöld í stéttarfélag af atvinnuleysisbótum. en hvað um það, útgreid upphæð af fullum atvinnuleysisbótum er um 120 þús á mánuði, ég veit þetta því ég er sjálfur atvinnulaus. og það er engin desemberuppót til handa atvinnulausum. svo það verður gleðileg jól hjá þeim eða þannig, sérstaklega þeim sem hafa verið án vinnu í ár. 

GunniS, 1.12.2009 kl. 07:14

2 Smámynd: Benedikta E

Það er rétt hjá þér GunniS, að skattpíning er af bótagreiðslum sem ætti alls ekki að vera en skattur af atvinnuleysis-bótum gefur minna í ríkiskassann - en skattur fullvinnandi manns.

Þannig að frá hvaða sjónarhorni sem litið er þá ættu stjórnvöld að leggja ofur kapp á að styrkja atvinnu vegina - sem þau gera því miður ekki - þar er allt í tómarúmi.

Skattlagning á hverja músarholu - virðist vera eina "bjargráða hugvit "stjórnvalda til að stoppa uppí fjárlagagatið.

JÁ atvinnuleysisbæturnar - 120 þúsund - engin heilvita manneskja ætti að geta séð ofsjónum yfir þeirri upphæð - en eftir því sem heyrist frá félagsmálaráðherra Árna Páli þá er unnið að breytingum á "atvinnuleysisbótakerfinu"  - með "hagræðingu" að markmiði - sem þýðir lækkun á bótagreiðslum.

Hvenær fara þessi aumu stjórnvöld í niðurskurð í útblásinni stjórnsýslunni og hjá sjálfum sér - NEeeeeeei - þar er ekki skorið niður!

Benedikta E, 1.12.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband