Áskorun til þingmanna Alþingis Íslendinga ! Tungumál Alþingis Íslendinga er - Íslenska!

"Þrenning órofa er - land - tunga - og þjóð"

Að ný liðnum degi íslenskrar tungu þykir það við hæfi að hvetja Alþingismenn til að standa vörð um vort tungumál - Íslenskuna - ekki einungis hið talaða mál í þinginu - einnig ritmálið.

Einarðlega eru þingmenn hvatir til að skerpa á virðingu fyrir íslenskri tungu - og ganga eftir því sem ófrávíkjanlegri kröfu að öll skrifleg gögn sem berast til Alþingis og ráðuneyta séu rituð á íslenska tungu eigi þau að fá umfjöllun þingsins.

Má þar vísa til dómstóla Íslands þar sem Íslenska er þingmál - þangað þarf að skila inn öllum málsgögnum á Íslenskri tungu að öðrum kosti er málum vísað frá.

Mál sem vert er að nefna í þessu samhengi og eru til umfjöllunar á Alþingi eru Icesave málið og ESB - öllum málsgörnum ber málsaðilum að skila til Alþingis á íslenskri tungu.

Er þessi áskorun hér með lögð í hendur þingmanna til framfylgni.


mbl.is Dagur íslenskrar tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband