Það er nú meira hvað sumir geta verið að mæra hagfræðinginn Guðmund Ólafsson - Fyrir hvað ?

Rausið ? Sem oft var algjörlega úti á túni og tæplega boðlegt - Að hann sé svo mikill spekingur - fræðimaður og hagfræði vitringur - Neeeeeeeeei -

Ef hann stæði undir allri þessari mærð sem verið er að ausa á hann - þá héldi hann sig við skoðanir sínar á milli daga - en það gerir ekki Guðmundur Ólafsson.

Ég heyrði ekki rausið í honum á föstudaginn þetta sem fyllti mælinn - en ég hef nógu oft heyrt bullið í honum til að furða mig ekkert á því að Arnþrúður gæfi honum fríið - raunar er ég bara undrandi á langlundargeði hennar - og oft hef ég heyrt hana ausa á hann hóli sem mér hefur hann ekkert eiga skilið.

Hún Arnþrúður verður ekki í vandræðum með að fá hæft fólk sem gerir sig fyrir stöðina hennar.


mbl.is Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég segi það með þér, Borghildur! Þetta lagði ég áðan inn hjá honum Stefáni Friðrik:

Guðmundur Ólafsson er refur mikill í yfirfærðri merkingu, en þó ekki svo góður áróðursmaður, að hann hafi treyst sér til að mæta hlustendum sjálfum á Útvarpi Sögu, heldur hefur hann fengið þar mörg ár til að róa ótruflaður undir með hvers kyns hlutdrægri "upplýsingastarfsemi" sinni um Rússland og nágrannalöndin og um íslenzka pólitík í tveggja klukkustunda lotum í einu, sem verka sefjandi á allmarga hlustendur.

Á fyrrnefnda efnissviðinu tók hann t.d. eindregna afstöðu með innrás Rússa inn í hálfa Georgíu og malaði um það mánuðum saman og gerði lítið úr málstað Georgíumanna. Enga virðingu get ég borið fyrir honum þess vegna. Hann hefur ennfremur verið með Moskvuþæga "fræðslu" á sömu stöð um önnur málefni Rússlands, þ.á m. í öðrum málefnum Rauða hersins ...

En um íslenzka pólitík er hann jafnframt afar hlutdrægur og allur á vinstra kanti. Mér hefur blöskrað hvernig hann er farinn að predika Icesave-"samkomulagið" í síðustu þáttum, ennfremur hvernig hann hefur rakkað niður dr. Gunnar Tómasson hagfræðing og hans þörfu álitsgjöf um okkar efnahags- og fjárhagsmál.

Því er lítill söknuður að Guðmundi á Sögunni (nema í mesta lagi röddinni hans og ýmsum lögunum, sem Sigurður getur vel sett sjálfur á fóninn), enda nóg af öðrum mönnum, sem sjá um að "balancera" stöðina til vinstri ekkert síður en til hægri (sbr. HÉR!)

Með kærri kveðju til þín, Borghildur,

Jón Valur Jensson, 17.11.2009 kl. 01:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nóg til af skemmtilegu fólki. ´´Áhuga verðast hjá honum þegar hann fræddi um Rússland og söngur ,,Öllu Púkasjóvu!,,  fylgdi með.

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2009 kl. 01:41

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Alveg innilega sammála ykkur, í þau skipti sem ég hef verið að hlusta á Útvarp sögu og dottið inná þátt þeirra Sigurðar ef ég oftar en ekki slökkt eða skipt um stöð.

Hulda Haraldsdóttir, 17.11.2009 kl. 01:46

4 Smámynd: Sigfús Austfjörð

Nokkuð sammála framsögumanni.  Guðmundur er að mínu mati ekki trúverðugur hagfræðispekingur, til þess eru yfirlýsingar hans einfaldlega of reyfarakenndar og ótrúlegar.  Hann er hins vegar húmoristi mikill og hefur þar að auki góðan og notalegan talanda, fína útvarpsrödd.  Allir menn hafa bæði kosti og galla, svo einfalt er það.  

Annars þykir mér erfitt að botna í þessari fræðigrein er nefnist hagfræði... hagfræðingar hafa hundrað ólíkar skoðanir og allir eru þeir sannfærðir um að þeirra eigin skoðun sé hinn mikli sannleikur.  Hvernig fær það staðist :)

Sigfús Austfjörð , 17.11.2009 kl. 02:01

5 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Væri þá ekki ágætt að fólk hætti að mæra Arnþrúði og útvarp sögu. Málið er að þessi stöð byrjaði ljómandi vel á sínum tíma og var málefnaleg en staðan er bara gjörbreytt í dag þar sem Arnþrúður er komin út í það oft á tíðum að búa til stórfurðulegar samsæriskenningar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Því miður virðist hún einhversstaðar hafa tapað tengingunni við raunveruleikan og sér núna undarleg samsæri í hverju horni. Það væri fínt ef hún notaði þetta tækifæri og hætti sjálf að koma fram á eigin stöð og léti sér duga að reka fyrirtækið og láta fólk sem hefur tak á raunveruleikanum um að koma fram á stöðinni.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 17.11.2009 kl. 10:18

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða "samsæriskenningar", Eðvarð? Þú nefnir engin dæmi, og ég kannast ekki við, að neitt sem heiti geti hafi borið á samsæriskenningum á Útvari Sögu og a.m.k. ekkert meira en hér á Moggablogginu.

Jón Valur Jensson, 17.11.2009 kl. 11:18

7 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Guðmundur er að mínu mati ekki trúverðugur hagfræðispekingur, til þess eru yfirlýsingar hans einfaldlega of reyfarakenndar og ótrúlegar.

Óttalegt bull er þetta. Þeir Sigurður voru það eina sem hlustandi er á á þessari undarlegu stöð. Hitt eru talnaspekingar, ofstækismenn og trúboðar.

Guðmundur marg varaði við gengisstefnu Seðlabankans í góðærinu, hvernig þetta há gengi laðaði að erlent fé, innstreymi þess styrkti gengið sem lækkaði vöruverð sem ylli verðbólgu sem leiddi til þess að Seðlabankinn hækkaði enn gengið. Hringavitleysa.

Kjartan R Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 02:15

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er einhæft bull frá þessum krg. Margir betri hagfræðingar og lögspekingar hafa talað á Útvarpi Sögu: dr. Gunnar Tómasson, Ólafur Ísleifsson, Sigurður Líndal, Stefán Már o.fl. En Guðmundur var drjúgur við það eftir á (án beinna tilvitnana og án þess að menn gætu hringt inn og efazt) að lýsa sig hafa spáð fyrir um hrunið!

Krg er sennilega í Samfylkingunni og á bágt.

Jón Valur Jensson, 19.11.2009 kl. 03:04

9 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Enginn af þessum snillingum sem þú telur upp voru með fastan pistil eins og Guðmundur. Ég hlustaði á morgunþættina þeira Sigurðar á föstudögum og þeir margvöruðu við vaxtastefnu Seðlabankans. Sem yki verðbólgu. Þeir gerðu grín að kaupum á Streling hringekjunni, og ég man að ég hugsað hvaða hálfvita er verið að plata?

Ég vissi ekki að hálfvitinn sem var verið að plata var ég sjálfur. Mér datt ekki í hug að þetta rugl kæmi mér neitt við.

Ég man ekkert hvort þeir voruðu við bankahruni, það hefur þá verið seint. En þú getur ekki mótmælt því, ef þú hefur hlustað  á þættina,  að þeir vöruðu við þessum heimskulegu vaxtaákvöðrunum sem styrktu gengið, sem er hluti af vandanum í dag.

Kjartan R Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 09:23

10 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Fyndið er það Jón Valur að ég er að hlusta á Sigurð á útvarpi sögu núna og maður hringdi inn og gagnrýndi Arnþrúði og ég hugsaði með mér að nú hringir Jón Valur og hvað gerðist. Jú næsta símtal Jón Valur mættur að verja Arnþrúði og útvarp sögu. Málið er þetta að jafn málefnalegur og þú ert þá er ekkert mark takandi á þér þegar kemur að Arnþrúði og útvarpi sögu.  Þú ert orðinn hlægilegur í því hvað þú ert fljótur að stökkva fram þegar þetta kemur upp. Það er enginn gallalaus. Ekki Arnþrúður heldur.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 23.11.2009 kl. 10:01

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er rétt hjá þér, að "enginn [er] gallalaus. Ekki Arnþrúður heldur," enda gekk mitt argúment ekki út á að sanna, að hún væri það. Hitt fannst mér undarlegt af þessum manni að ráðast á símtal Arnþrúðar, sem var í beinni, án þess að hann hefði hlustað á það sjálfur. Og svo er mjög auðvelt að verja Útvarp Sögu, hún er þjóðarútvarp með góðan málstað, en vitaskuld erum við ekki fullkomin sem hringjum þangað inn, ekki frekar en útvarpsstjórinn eða þú, Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, og hafðu það svo gott.

Jón Valur Jensson, 24.11.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband