5 karlar skipa nýkjörna stjórn Íslenska lýfeyrissjóðsins - 2 konur eru af 3 varamönnum!

Hefði ekki verið heppilegra að halda kynja jafnræði í stjórninni ?

Hver er það sem skipar í slíka stjórn ?


mbl.is Ný stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrri spurningunni ætla ég ekki að reyna svara fyrir þetta ákveðna tilvik. Almennt tel ég þó að heppilegast sé að velja hæfasta fólkið sem kemur til greina, óháð kynþætti, kynhneigð, kynferði eða öðrum merkimiðum sem henta valdastéttinni til að deila og drottna yfir almúganum.

Seinni spurningunni er best að svara með tilvísun á vef Landsbankans (vörsluaðila Íslenska Lífeyrissjóðsins), en þar stendur:

Ný stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins var kjörinn á aukaársfundi sjóðsins mánudaginn 19. október. Kosið var eftir nýjum samþykktum sjóðsins og kusu sjóðfélagar um fjóra aðalmenn og tvo varamenn í stjórn en fimmti stjórnarmaðurinn er skipaður af stjórn Landsbankans.

Vonandi ertu einhverju nær.

(Þess má geta að ég er almennur félagi í þessum sjóði en á engra hagsmuna að gæta umfram það og komst því miður ekki á aðalfundinn.)

Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2009 kl. 21:49

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Benedikta.

Guðmundur Ásgeirsson er að upphefja þessa aðila sem eru í þessari stjórn. Þessi stjórn er skipuð að meirihluta starfsmanna Landsbankans sem er ekkert lýðræði. Því ég sendi á sínum tíma ábendingu til Láru V að sjóðfélagar ættu að skipa stjórnina sem var samþykkt eftir mínar ábendingar.

Kosningin var með þeim hætti að menn greiddu atkvæði. Ingólfur sem nú sættir sérstakri rannsókn sérstaks saksóknara var búinn að smala sér atkvæðum til að tryggja sér völd og áhrif. Þegar að talningu kom fóru fulltrúar Landsbankans inn í reykfyllt herbergi og niðurstaðan þar ákveðinn.

Ekki einn fulltrúi var að fylgjast með talningu. Þessi kosning var mjög ólíðræðisleg. Þessi sjóður hefur tapað þúsundum miljóna af vitlausum fjárfestingum. Ingólfur Guðmundsson sem nú sættir rannsókn var stjórnarformaður á þessum tíma.

Hver mann ekki eftir láni frá Sigurjóni Þ Árnasyni upp á 70 miljónir króna á 3,5 prósenta vöxtum þetta var kúlulán með veði í helmingseign konu hans. Ég er búin að fá upp í kok á þessum sjóði sem er þræl spilltur ennþá ekkert hefur breyst nema að starfsmenn Landsbankans hafa tekið völdin að sinni með tilstuðlan Ásmundar Stefánssonar.

Guðmundur Ásgeirsson hvernig getur staðið á því að maður sem sættir rannsókn sérstaks saksóknara geti verið varamaður í stjórn sjóðsins. Hverskonar rugl er þetta. Eru menn ekki búnir að fá nóg af spillingu.

Við sem eru sjóðfélagar munum ekki sætta okkur við þetta fyrirkomulag. Við munum bregðast hart við þessum gjörðum sem nú hafa verið framkvæmdar með ofbeldi Landsbankans. Þeir eiga að skammast sín fyrir sínar gjörðir.

Guðmundur munu eitt Landsbankinn réði ferðinni.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 9.11.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Eru þetta bara ekki allt vinir Fjármálaráðherra vors, Steingríms J. Sigfússonar og forsætisráðherra okkar henni Jóhönnu Sigurðardóttir. Þau vilja kannski tryggja sér svona lán á lífeyrir sinn líka.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.11.2009 kl. 00:11

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Við í Bloggheimum verðum að sameinast og láta heyra í okkur.

Kveðja úr Grundarfirði.

Þráinn Jökull Elísson, 10.11.2009 kl. 00:20

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það hafa alltaf verið snillingar sem stjórnað hafa þessum sjóði. Þegar ég tók eign mína úr sjóðnum í fyrra höfðu þeir ávaxtað hana um mínus 20%. Frá síðustu áramótum hafa þeir ávaxtað núllið mitt í mínus 4 krónur. Geri aðrir betur.

Sigurður Sveinsson, 10.11.2009 kl. 02:35

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann Páll, ég er alls ekki að reyna að upphefja þessa aðila, eingöngu að benda á staðreyndir um það hvernig þeir voru valdir til starfa. Ég er að flestu leyti sammála gagnrýni þinni á vinnubrögð sjóðsins, hef t.d. sjálfur orðið fyrir tapi á séreignarsparnaði mínum vegna glæfralegra og hugsanlega ólöglegra ákvarðana sem teknar voru af fyrri stjórnendum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2009 kl. 12:01

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Benedikta.

Guðmundur Ásgeirsson ef þú ert að benda á staðreyndir þá skal það gert með réttum hætti Guðmundur Ásgeirsson.

Ég hef fjallað um mál með réttum hætti og hef gögn undir höndum sem eru staðreyndir málsins. Virkir sjóðsfélagar voru 21.096 árið 2008.

Öll verðbréf Landsbanka Íslands, Kaupþings banka, og Glitnis banka voru færð niður um 100% sem þýðir afskrifuð með öllu. Enn ríkir mikill óvissa um skuldarbréf fyrirtækja þessi bréf hafa verið færð niður verulega.

Taktu eftir einu Guðmundur Rekstrakostnaður rúmar 100 miljónir króna. umsýslukostnaður og stjórnarkoðnaður rúmar 17 miljónir króna var árið 2007 rúmar 21 miljón króna. Enda skilaði sjóðurinn neikvæðri ávöxtun uppá ríflega 20% í fyrra.

Síðan eru uppi skoðanir að fyrrverandi stjórnendur hafi fjárfest í félögum tengdum Landsbankanum.

Eru sjóðsfélagar ekki búnir að fá nóg af þessu valdabrölti stjórnenda sjóðsins. Þeir sem eiga séreignasparnað í þessum sjóð þurfa á næsta ársfundi að fjölmenna og halda áfram að kjósa sjóðsfélaga samkvæmt lögum sjóðsins. Burtu með starfsmenn Landsbankans þið eigið ykkar fullrúa og getið vel við það unað. Hinsvegar þurfum við almennir sjóðsfélagar að skipa okkur stjórn að okkar hætti.

Látum ekki Landsbankann með Ásmund Stefánsson í broddi fylkingar ráða þessari för okkar sem eru félagar og eiga fé til vörslu.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 10.11.2009 kl. 17:35

8 Smámynd: Benedikta E

Heill og sæll Jóhann Páll og öll þið hin.

Hafið þið heyrt ? af "hruna" liði Landsbankans - sem raðast hefur inn í hirð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

"Ráðgjafi - Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra er Yngvi Örn Kristinsson - hann var framkvæmdastjóri  Verðbréfasviðs Landsbankans.

Aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra  er Yngvi Örn Kristinsson - sá sami sem er ráðgjafi  - forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur.

Aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar efnahags og viðskiptaráðherra er Benedikt Stefánsson - hann var í Greiningardeild Landsbankans.

Skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu er Björn Rúnar - hann var forstöðumaður í Greiningadeild Landsbankans.

Aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra er Arnar Guðmundsson - hann var í Greiningardeild Landsbankans.

Fulltrúi Íslands í AGS er Edda Rós Karlsdóttir á vegum Samfylkingarinnar - Edda Rós var forstöðumaður Greiningadeildar Landsbankans."

Það er ekki verra fyrir skattgreiðendur að vita hverjum er verið að greiða laun - nú vantar bara að vita hversu há launin þeirra eru ?

Benedikta.

Benedikta E, 11.11.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband