Attac-deildir á Norðurlöndum vilja AGS frá Íslandi - Lögð hefur verið ályktun fyrir Norðurlandaráð til umræðu!

Attac-samtökin í Svíþjóð - Noregi og á Íslandi hafa lagt ályktun fyrir Norðurlandaráð til umræðu.

Í ályktuninni segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi sýnt að hann ráði ekki við að endurreisa efnahag Íslands.  Endurreisninni sé betur komið með tvíhliðasamningum.  Norska stórþingið hafi gefið til kynna að Norðmenn séu tilbúnir til að aðstoða Ísland með lánveitingum sem byggi á slíkum samningum.

AGS hafi hvað eftir annað sannað vanhæfni sína til að greiða úr efnahagsvanda ríkja. Sjóðurinn byggi á hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar og hafi verið einn af lykilstofnunum í sókn hennar um heiminn.  Sjóðurinn eigi nú að stýra endurreisn efnahags og fjármála - þrátt fyrir að eiga stóran þátt í því hvernig komið er .

Attac-samtökin krefjast þess að AGS fari frá Íslandi.


mbl.is Breyttur hagvaxtarfyrirvari getur valdið hærri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar?" Hverskonar fyrirbæri er það,...einhverskonar kommúnismaþvæla?

Árni Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Benedikta E

Já - Árni - vel að orði komist hjá þér - svo betra getur það ekki verið!

Benedikta E, 29.10.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband