Sérkennileg uppákoma á Alþingi - vægt sagt sérkennilegt " laumu spil"? eins og það lítur út ! En þeir Þór Saari og Pétur H. Blöndal glöggir reiknis hausar og talna spekingar - áttuðu sig á málinu og vöktu sterklega athygli á málinu við umræðu í þinginu!

Frumvarp Árna Páls Árnasonar um almenna greiðsluaðlögun fyrir heimilin var til umfjöllunar í Þinginu og átti að afgreiðast og verða að lögum.

Rétt áður en það gerðist þá er kippt út úr frumvarpinu - tilhögun um breytingar á lögum um tekjuskatt.

Hefði það ekki verið gert - "segja heimildir að þá hefði það heimilað skattfrjálsar afskriftir af risa stórum kúlulánum - sem tekin voru vegna hlutabréfakaupa og koma tilgangi laganna og frumvarpinu ekkert við".

"Bara stungið svona inn á milli línanna"

Óneitanlega lítur þetta út eins og "sérhagsmunatengt laumuspil."

Það er eins gott að hafa heiðarlega og vel vinnandi þingmenn á Alþingi.

"Heimildir upplýsa eftirfarandi."

"Aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra er  Yngvi Örn Kristinsson hann var framkvæmdarstjóri  Verðbréfasviðs  Landsbankans.

Einnig er Yngvi Örn Kristinsson starfandi sem ráðfjafi  forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur.

Aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar efnahags og viðskiptaráðherra er Benedikt Stefánsson - var í Greiningadeild Landsbankans.

Skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu er Björn Rúnar - var áður forstöðumaður í Greiningadeild Landsbankans.

Fulltrúi Íslands í AGS er Edda Rós á vegum Samfylkingarinnar - hún var forstöðumaður Greiningadeildar Landsbankans.

Aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra er Arnar Guðmundsson - hann var áður í Greiningardeild Landsbankans."

Eftir framangreindu yfirliti má sjá að tengsl Samfylkingarinnar virðast hafa verið mikil inn í Landsbankann í ára raðir aftur í tímann enda nokkuð vel alin með fjárstyrkjum  þar frá - samkvæmt uppgefnum styrkveitingum Samfylkingarinnar frá í vor - þó svo þeir hafi merkilega litla umfjöllun fengið af fjölmiðlum.

Meti svo hver fyrir sig.

 


mbl.is Hætt við breytingu á skattalöggjöf í skyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband