Kúgunartaktar ríkisins í kjaradeilu við lögreglumenn!

Á sama tíma og lögreglunni er ekki boðið annað í kjaradeilunni við ríkið en það sem 90% lögreglumenn felldu í atkvæðagreiðslu - þá moka stjórnvöld blygðunarlaust milljörðum í Æsseif og ESB aðildarviðræður - og annan viðlíkan óþarfa - gegn meirihluta þjóðarvilja.

Á sama tíma og skálmöld af fjölbreyttum toga virðist ríkja í landinu sem kallar á styrka löggæslu þá er lögreglan sett í fjársvelti - gegn þjóðarvilja.

Ríkinu ber að ganga til kjarasamninga við lögreglumenn - með viðunandi hætti fyrir þá mikilvægu starfsstétt sem lögreglan er fyrir öryggi landsmanna.


mbl.is Kjaradeila lögreglumanna og ríkis í járnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband