Ögmundur Jónasson - og hans samherjar eru engin dusilmenni sem svíkja þjóð sína á ögurstundu!

Ögmundur Jónasson - Ásmundur Einar Daðason - Atli Gíslason - Lilja Mósesdóttir - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Jón Bjarnason - Allt eru þetta þingmenn sem ekki láta "hótunarbúðir"Jóhönnu og Steingríms buga sig.............!
mbl.is Ögmundur: Jákvæðar breytingar en of snemmt að lýsa yfir samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mikil er trú þín kona !

Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: „Miskunna þú mér, Drottinn, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda.“

En Jesús svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: „Láttu hana fara, hún eltir okkur með hrópum.“

Jesús mælti: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.“

Konan kom, laut honum og sagði: „Drottinn, hjálpa þú mér!“

Hann svaraði: „Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.“

Hún sagði: „Satt er það, Drottinn, þó eta hundarnir mola þá sem falla af borðum húsbænda þeirra.“


Þá mælti Jesús við hana: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.“ Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.

Matt. 15.21-28

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Einstaklega slepjulegt, og eitthvað svo í anda Hannesar H hjá þér...

hilmar jónsson, 19.10.2009 kl. 00:51

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Loftur,

bara að minna þig á að Jesús velti um borðum lánadrottnanna í Musterinu á sínum tíma. Eina ofbeldisverk meistarans sem vitað er um. Glöggt er gests augað getur maður sagt svona eftir á.

Gunnar Skúli Ármannsson, 19.10.2009 kl. 01:06

4 Smámynd: Benedikta E

Þú slærð ekki vindhöggin Loftur - það verður að segjast eins og það er.

Benedikta E, 19.10.2009 kl. 01:40

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef ekki trú á því að stjórnarþingmenn bregðist þjóð sinni núna eftir allt sem á undan er gengi. Kominn er tími til að ljúka þessu samningaþófi, afgreiði málið á Alþingi svo hægt sé að snúa sér að uppbyggingu samfélagsins, lækka vexti og koma hjólunum aftur í gang. Þetta mál hefur fengið á sig svo ýkta mynd og orðið táknmynd einhvers píslarvættis sem ég er löngu hætt að skilja. Mín skoðun er sú að þegar við verðum gengin í ESB, muni sambandið taka þennan ICESAVE pakka til sín á grundvelli þess að regluverk um fjármálamarkað hafi verið gallað.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2009 kl. 01:54

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

undrast þessi skrif Hólmfríðar - láta annan hreinsa upp eftir sig ansk

Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband