16.10.2009 | 10:52
Glæpatíðni í boði Schengen!
Er ekki orðið meira en tímabært að Ísland segi sig úr Schengen samstarfinu - og innleiði þess í stað að nýju landamæra-eftirlit.
Óheft innstreymi á glæpa klíkum til landsins sem vaða hér uppi og skjóta rótum - ætti að vera nægileg ábending um þörf á aukinni landamæravörslu - áður en ástandið versnar enn frekar.
Tilviljun ein réði því að mál litháensku stúlkunnar rataði beint inn á borð lögreglunnar við komu hennar til landsins - Brjálæðisleg varnar viðbrögð stúlkunnar í flugvélinni - urðu hennar bjargráð - við því ástandi sem hún hafði verið þvinguð í af útlendum glæpalíð.
Enginn veit hvað mörg svipuð mál hafa átt sér hér stað - og fengið að grassera í skjóli leyndar og eftirlitsleysis.
Úrsögn Íslands úr Schengen - og aukin landamæra-varsla er nauðsynleg.
Ekki vitað hvar konan er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.