6.8.2009 | 13:50
Ágætu Alþingmenn og aðrir landsmenn - Við eigum ekki að greiða Æsseif trygginguna - samkvæmt grundvallarreglum Evrópusambandsins!
Bretar eru að reyna að þvinga okkur til að brjóta reglur Evrópusambandsins!
Þessar reglur segja skýrt og greinilega að - Við eigum ekki að borga Icesave trygginguna!
Grundvallar ákvæðin eru hér eftirfarandi.
1. Samkeppnis ákvæði. Til að vernda samkeppni-umhverfi á fjármálasviði - er nauðsynlegt að hindra ríkis-vald aðildarríkjanna í að veita bönkum eigin lands tryggingar og ríkisstyrki.
2. Tryggingarfræðileg-ákvæði. Trygginga-byrði verður að vera skilgreinanleg - svo að vit sé í iðgjöldum og rekstri tryggingafélaga. Án skilgreiningar trygginga-byrði væri tryggingarstarfsemi einfaldlega fjárhættuspil.
Þessi tvö atriði valda því að í Tilskipun 94/19/EB er lagt blátt bann við ábyrgðir aðildarríkjanna á fjármögnun innistæðu-trygginga-kerfanna.
Seðlabanki Evrópu hefur við mörg tækifæri staðfest framangreinda tilskipun - enda væri hann annars að vinna gegn samkeppnisreglum ESB og einnar grundvallar reglu tryggingarfræðinnar.
Ákvæði um lágmarks-tryggingu er póitiskt blekkingarspil. Ekkert þjóðþing getur tekið á sig óskilgreindar kröfur - ekki fremur en venjuleg tryggingafélög.
Fyrirvarar um greiðsluþak og hve lengi verður borgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Upplýsingar varðandi framangreinda bloggfærslu fékk ég á heimasíðu Lofts Altice Þorsteinssonar - nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá honum á
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/924528/
Benedikta E, 6.8.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.