Er það ekki gæðastimpill á Kortaþjónustuna að það lagar sig ekki að starfsháttum fjármálafyryrtækja hér!

Kortaþjónustan hlýtur að hafa eitthvað til síns máls úr því það hefur lagt inn kvartanir til samkeppniseftirlitsins vegna 20 fjármálafyrirtækja og þar inni eru allir bankarnir........ Engan skyldi undra það!                                                                                                                                     Takk Valitor fyrir að upplýsa landsmenn um Kortaþjónustuna - það eru örugglega mjög margir sem ekki hafa vitað - að Kortaþjónustan væri til........
mbl.is Segja Kortaþjónustuna iðna við kvartanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kortaþjónustan er toppfyrirtæki, þeir eru nógu sveigjanlegir til að taka tillit til séraðstæðna hvers viðskiptavinar, og færslugjöld eru að jafnaði lægri hjá þeim en hinum tveimur stóru. Vegna faglegrar reynslu minnar get ég líka staðfest að í tæknimálum eru þeir ljósárum á undan risaeðlunum sem þeir eiga í samkeppni við.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2009 kl. 21:32

2 Smámynd: Benedikta E

Fréttaflutningur Valitors snérist í andhvnerfu sína - þeir hafa nú ekki ætlast til þess að tilraun þeirra til að sverta Kortaþjónustuna - yrði til þess að skaffa Kortaþjónustunni kúnna........

Ég hafði ekki heyrt um þetta fyrirtæki áður.

Takk fyrir innlitið og  upplýsingarnar.

Benedikta E, 13.7.2009 kl. 21:50

3 identicon

Hef og er í viðskiptum við kortaþjónustuna og hef undan engu að kvarta.  Þegar ég valdi þá voru þeyr lang ódýrastir miðað við að fá greitt daglega vegna kreditkorta-greiðsla.

En núna fyrir stuttu var borgun að bjóða samskonar kjör en mér bara dettur ekki í hug að skipta.  Vill halda samkeppni á markaðnum.  Ef kortaþjónustan hefði ekki komið inn á markaðinn þá væri verið að borga c.a. 5-7% af kreditkortafærslum í kostnað til að fá peningana greidda út daglega.

Ég styð samkeppni á öllum sviðum, en á Íslandi verða oft til 2-4 stór fyrirtæki í ákveðnum greinum sem eiga markaðinn og geta stjórnað honum saman (þótt það sé ólöglegt).

Svo byrtist nýr aðilli á markaðnum með betri verð að þá eru verð lækkuð og þjónusta bætt þar til nýji aðilinn gefst upp, hættir, fer á hausinn eða er seldur og innlimaður í einn gamla risann.  Þá hækka verðinn aftur og þjónustan minkar.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 08:30

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þorsteinn Bjarki er að lýsa því nokkurnveginn hvernig viðskiptin hafa gengið fyrir sig á íslenskum fákeppnismarkaði á undanförnum árum. Ég hef reynslu af þessu úr fleiri áttum en bara af kortaviðskiptum, var t.d. einn af óheppnum viðskiptavinum þess ágæta fyrirtækis Hive sem lentu í stórkostlegum vandræðum eftir að það var sameinað öðrum undir merkjum Tals og var í kjölfarið notað eins og fótbolti í átökum um yfirráð á fjarskiptamarkaðnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband