Er kostnaður þjóðarinnar fyrir ESB aðildarviðræður eitt af leyni skjölum ríkisstjórnarinnar - eða átti það að verða eitt af - út í bláinn skuldsetningu "ríkisstjórnarinnar" á þjóðina!

Í apríl síðast liðinn aflaði ég mér upplýsinga um kostnað vegna ESB aðildarviðræðna - og skrifaði síðan 27/4. um það á blogg síðu mína.

Hér á eftir fer áætlaður beinn kostnaður.  420 milljónir í laun - 500 milljónir í sérfræðikostnað - 250 milljónir í ferðakostnað - 100 milljónir í annað - Samtals 1270 milljónir - Þetta er aðeins einn hluti.

Svo er það hinn hlutinn sem ríkið þarf að gera til að uppfylla skilyrði fyrir inngöngu.

Til að geta orðið gildur umsækjandi þarf að laga til í þjóðarbúskapnum eftir fyrirmælum - það myndi kosta svona  100 milljarða

Hægt er að senda tölvupóst til Möltu og spyrja þá hvað pakkinn hafi kostað þá...........

Þetta er kostnaður sem stjórnvöldum ber að upplýsa þjóð og þing um - ekki meir af svikamyllu og  leyni makki "stjórnvalda"

 


mbl.is Fundi utanríkismálanefndar um ESB-mál frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Fyrst þú ert svona duglegur á reiknivélina, þá endilega reiknaðu út fyrir
mig hvað það kostar okkur Íslendinga að sækja ekki um.

Páll Blöndal, 9.7.2009 kl. 01:56

2 Smámynd: Benedikta E

Sæll Páll.

Við spörum okkur alla vega 1270 milljónir + 100 milljarða -  það munar um minna........

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 9.7.2009 kl. 02:08

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Það er lágmarks krafa  okkar  sem þegnar þessa lands að við fá öll gögn upp á borð, við eigum ekki að líða afturenda vinnubrögð og undirlægjuhátt,ekkert yfirklór og við líðum ekki ráðamenn sem ''koma af fjöllum'' lengur.  

Hulda Haraldsdóttir, 9.7.2009 kl. 02:23

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

já og takk fyrir vináttuna og góða pistla

Hulda Haraldsdóttir, 9.7.2009 kl. 02:24

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvað hefur GLG verið að hugsa sl 6 vikur að spyrja fyrst nú daginn sem nefndin á að skila af sér um kostnað af fundahöldum. - Hún er búin að hafa 6 vikur til þess. - Þetta ernáttúrulega ekkert annað en vísvitandi skemmdarverk á stjórnasamstarfinu og stjórnarsáttmálanum. - Það er von að Sjálfstæðis- og Framsóknarauðvaldið fagni og útgerðin með því GLG er langt komin með að eyðileggja þetta stjórnarsamstarf.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.7.2009 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband