Saga af henni kisu minni!

Kisa mín var lasin - hún var mikið veik - dýralæknirinn var búinn að skoða hana og sagði að það myndi vera hjartað hennar kisu sem væri að angra hana...........

Kisan mín var mikil heimakisa - einstaklega heima kær.........Á þessum tíma sem kisan var veik þá átti dóttir mín að flytja ræðu opinberlega við hátíðlegt tækifæri.............Ég hafði ætlað að vera viðstödd - en þegar það kom upp að kisan varð veik ákváðum við dóttir mín í sameiningu að ég myndi vera heima hjá kisunni.......

Það voru margir við þessa athöfn sem við mæðgurnar þekktum báðar svo dóttir mín var spurð hvar ég væri - henni fannst ekkert sjálfsagðara en að segja sem var að ég væri heima hjá kisunni okkar því hún væri veik................ Viðbrögð flestra voru í þessa veru ......... "Hvað segirðu er hún heima yfir kettinum - frekar en að koma og hlusta á þig" ?.................

En okkur mæðgunum þóttu slík viðbrögð sýna skort á skilningi og vinsemd til dýra........Það þarf að hugsa um dýrin...... Stundum réttlæta þau forgang............

Kisan okkar dó nóttina eftir í faðmi sinnar kæru fjölskyldu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband