Samkvæmt lögum ESB myndu Íslendingar þurfa að gegna herskyldu til varnar sameinuðu Evrópu verði Íslendingum þröngvað inn í ESB................
Fjölskylda mín á ættingja í Þýskalandi - í seinni heimsstyrjöldinni missti systir afa míns - manninn sinn og annan af tveim sonum sínum - við herskyldu í stríðinu................. Systir hans afa míns sagði við bróður sinn "þið eigið gott á Íslandi þar er ekki herskylda"
Segir þetta ekki allt sem seigja þarf ?
Enn ósætti um ESB-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er enginn evrópskur her starfandi, hvað þá að það sé herskylda í hann. Þú getur þá farið að hafa áhyggjur af einhverju öðru.
Björn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:21
Úff... þvílík fáfræði. Er þetta partur af anti-ESB áróðrinum sem er nú í gangi?
Það verður engin herskylda á Íslandi eftir inngöngu í ESB! Sá her sem tekur væntanlega/kannski/aldrei til starfa undir fána ESB verður samansettur af núverandi herjum Evrópu og mun einungis þjóna friðagæslu og vörnum innan Evrópusambandsins.
Í guðana bænum haldið umræðunni á málefnalegu plani!
Úlfar (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:44
Og eitt annað "Benedikta E". Okkur verður aldrei þröngvað inn í ESB. Ef meirihluti þjóðarinnar kýs að fara inn eftir frjálsa kosningu þá kallast það Lýðræði!!
Úlfar (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:46
Ég held að það sé búið að afnema herskyldu í nánast allri Evrópu, það er hinsvegar atvinnuher sem hefur tekið við og mönnum ekki lengur skyldugt að sækja herþjónustu frekar en þeim þóknast.
Það er atvinnuher í Danmörku, Noregi, Spáni, Frakklandi þýskalandi svo þetta tal um herskyldu er fyrir löngu úrelt hugtak. Menn ganga sjálfviljugir í herþjónustu og fá greitt fyrir.
Kv Námsmaður erlendis.
Námsmaður Erlendis (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:52
Sæl Anna. Já vatnið okkar einstök auðlind - Það er orðinn vatnsskortur í Kaupmannahöfn
Við getum verið algjörlega sjálfbær þjóð með allar okkar gjöfulu auðlindir
Stöndum vörð um fullveldi lands og þjóðar.
Takk fyrir kommentið.
Mbkv.
Benedikta E, 28.4.2009 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.