Hverjir eru kaupendur vændis ?

Í Noregi á 9. áratugnum var mikil fjölmiðlaumfjöllun um aukningu á vændi - og marg endurteknar rassíur lögreglu á vændiskonur í Osló.

Þessi fjölmiðlaumfjöllun varð til þess að vekja athygli á því að vændi viðgengst ekki án - KAUPENDA - VÆNDIS.

Hverjir voru kaupendurnir ?

Konur tóku til sinna ráða - þær máluðu bíla vændis kaupenda með sterk bleikri málningu.

Málningaraðgerðin vakti mikla fjölmiðla umfjöllun.

Sérstaka athygli vakti - hvað kaupendur vændis voru á DÝRUM BÍLUM.

Markmið aðgerðanna var að vekja athygli á kaupendum vændis.

Markmiðið náðist - og leiddi jafnframt til viðhorfs breytinga.

Það voru ekki allir sem "klöppuðu" fyrir málningaraðgerðinni.

Það var líka meðvirknis hjal með "skemdum" bílum og svo með "aumingja" körlunum sem þyrftu að svara fyrir málninguna -  HEIMA - hjá sér.

Hárfínt mátti greina að þeir sem stýrðu þeirri hlið umræðunar - voru ef til vill þeir "HEPPNU" sem sloppið höfðu fyrir horn - frá MÁLNINGUNNI.

Í dag eru kaup á vændi ólögler í Noregi.

 


mbl.is Ekki ráðist í rannsókn vegna Vikumálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki hugsað mér að kaupa vændi... daman verður að vera að leika með mér vegna þess að hana langar til þess

DoctorE (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:32

2 identicon

Vændi er slæm staða fyrir konur að vera í. En þó eru fleiri hliðar á málinu. Aðgengi að vændi, eða bara kynlífi er nauðsynlegt fyrir heilsu margra karlmanna. Ekki alls fyrir löngu var uppi umræða í Danmörku um aðkeypta kynlífssþjónustu t.d. fyrir þroskahefta. Það eru ekki allir karlmenn sem hafa aðgang að kynlífi, t.d. farandverkamenn. Þetta getur verið ástand sem varir jafnvel árum saman. Án þess að ég geti sannað það þá tel ég að aðgengi að keyptri kynlífsþjónustu geti verið og sé hamlandi á kynferisafbrotum, s.s. nauðgunum.

Þetta er nú mál sem ég myndi ekki vilja berjast fyrir, en meina samt að hér sé ástæða til að bregða kíkinum fyrir blinda augað, þá með fyrirvara um að viðhalda mannlegu hliðinni á málinu. Ég vildi t.d. ekki sjá dætur mínar í þessari aðstöðu.

Jens Jensson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband