Engan skal undra þó ýmislegt hafi farið framhjá Ingibjörgu Sólrúnu í fyrrum stjórnartíð hennar með Sjálfstæðisflokknum!

Allt frá frum dögum þeirrar ríkisstjórnar fréttu landsmenn af henni víðsvegar um heiminn á einkaþotum -  við að auka hróður! lands og þjóðar!

Lengst af var hún í Mið - Austurlöndum - þaðan lá leið hennar til Bandaríkjanna til að auka hróður lands og þjóðar enn frekar - með baráttu hennar fyrir því að koma sér inn í Öryggisráðið - frá þeirri frægðarför kom hún ekki fyrr en í október - og var bankahrunið þá skollið á þjóðinni.

Það er svo sem engin furða þó hún "viti ekki og kannist ekki við" eins og haft er eftir henni sjálfri.

Upplýsingar til hennar hafa bara dagað uppi hjá þingflokki hennar -  saman með óafgreiddum frumvörpum samstarfsflokksins - sem aldrei fengu afgreiðslu í þá verandi ríkisstjórn - vegna -  sí endurtekinnar - og viðvarandi fjærveru Ingibjargar Sólrúnar frá landi og þjóð -  sem hún kannaðist ekki einu sinni við - eins og þjóð þekkt er orðið.


mbl.is Ingibjörg Sólrún fékk ekki upplýsingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vel mælt og mikið til í því sem þú segir.

Jón Karl Ágústsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Benedikta E

Sæll Jón Karl og takk fyrir kommentið og innlitið.

Benedikta E, 26.2.2009 kl. 11:30

3 identicon

Mikil er ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar að hata Davíð svo mikið að hún gat ekki hugsað sér að hlusta né lesa nokkur sem frá Davíð kom. Nú kemur það henni í koll. Sama gildir um hina ráðherra Samfylkingarinnar, Össur og Jógu. Skammast þau sín ekki ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 12:24

4 Smámynd: Benedikta E

Sæll Örn.Þau róa lífróður í "björgunaraðgerðum" fyrir eigið skinn.

Þau eiga eftir að yðrast þess að - hrekja Davíð úr Seðlabankanum.

Því væntanlegt brotthvarf Davíðs úr Seðlabankanum - gefur honum - MÁLFRELSI.

Í upphafi skal endinn skoða - Ingibjörg Sólrún og hennar lið gleymdu því.

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 26.2.2009 kl. 12:35

5 identicon

Hún hlýtur nú að vita það helsta um hvað kom fram á fundum sem hún sat með seðlabankastjóra og forsætisráðherra. - Ef hún fer rangt með er einfaldast að vísa beint í fundagerðir þeirra funda þar sem án vafa kæmi fram jafn mikilvæg atriði og þau sem Davíð kveðst hafa fjallað um. - Ef fundirnir voru um lántökur fyrir gjaldeyrisvarsjóðinn hefur Ingibjörg án vafa tékkað á þessu í fundagerðum áður en hún andmælir Davíð.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:30

6 Smámynd: Benedikta E

Gunnar - Ja hver veit - stjórnleysið virðist vera algjört.

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 26.2.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband