Það þykir til tíðinda að Seðlabankinn er ekki á dagskrá viðskiptanefndar Alþingis í dag!

Hugsa sér! - eftir að hava verið þar á daglegri dagskrá á fjórðu viku.

Auðvitað þarf að vanda til vinnubragða á frumvarpsgerð um Seðlabankannn - og vinna það út frá forsendum þeirrar starfsemi sem fram fer í seðlabanka - ekki út frá þeirri forsendu einni að hrekja Davíð Oddson burt úr bankanum - eins og eineltis þráhyggja Samhylkingarfólksins knýr á um eftir fjarstýrðri verkstjórn formannsins.

Ekki furða þó forsætisráðherrann sé farin á límingunni!

Ríkisstjórnin er óstarfhæf - og þjóðin í neyð!


mbl.is Ekki rætt um Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið óskaplega getur fólk dýrkað manninnn sem silgdi Íslandi í kaf, hann er ekki guð!

Valsól (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Benedikta E

Valsól - það heldur Samfylkingarfólkið !

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 24.2.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: DanTh

Valsól.  Jú Davíð er guð, hann er GUÐINN í Valhöll.  Þann guð má ekki reita til reyði því þá fyrst verður fjandinn laus.  Hann er sá sem veit allt um spillinguna í flokkakerfinu, sem og í viðskiptalífi elítunnar.  Ef honum verður stuggað út úr Seðlabankanum með einhverri óvild, þá mun hann sparka frá sér og það óttast samflokksmenn hans sem og margir af hans pólitísku andstæðingum. 

Fjármálaspillingin, sem keyrði þetta samfélag í þrot, nær meir og minna inn í herbúðir flokkana allra.  Þar voru öfl sem mökuðu krókinn til jafns við eigendur bankanna og útrásarvíkingana. 

En hvað um það, öll þessi umræða er því marki brennd að lýsa sundrungu heilar þjóðar.  Hvað veldur svo þessari sundrungu?  Jú pólitískur átrúnaður sem hver og einn virðist fá í vöggugjöf hér á landi.  Svo vitfirrt er þessi þjóð að hún tekur sér alltaf pólitíska stöðu, þó svo hún fari algerlega gegn eigin hag, jafnvel almannahag. 

Brennuvargarnir eiga þannig skjól í þessum pólitísku átthagafjötrum sundraðar þjóðar.  Ég tel að þjóðinni sé einfaldlega ekki sjálfrátt, það má skýra með þeirri óeiningu sem hér ríkir um einhverja mestu fjármálaspillingu í sögu landsins.   

DanTh, 24.2.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband