23.2.2009 | 17:06
Ríkisstjórnin riðar til falls í gíslingu Framsóknar !!!
Og þráhyggja Jóhönnu forsætisráðherra stjórnar henni - ekki þarfir þjóðarinnar - heimilin í landinu - atvinnuvegirnir - og viðskipta- bankarnir - NEI - seðlabankafrumvarpið ! það er fyrir henni aðal og eina málið sem hún getur hugsað um - með grátkökk í hálsi segir Jóhanna - að ekki sé hægt að snúa sér að öðrum málum í þinginu fyrr en seðlabankafrumvarpið sé afgreitt.
Þvílíkt bull að bjóða fólki upp á !
Það verður að segjast eins og er - að forsætisráðherra sem stjórnast af svona innbitinni dómgreindarlausri þráhyggju - eins og Jóhanna Sigurðardóttir gerir - er alvörumál fyrir þjóðina.
Hún er búin að vera með - seðlabankafrumvarpið - sem eina mál á fjórðu viku - og þjóðin er í neyð!
Framsókn skekur ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi málflutningur Jóhönnu er fáránlegur og það er ótrúlegt að blaðamaður sem getur tekið viðtal við hana án þess að spyrja hana út í það af hverju það er ekkert hægt að gera nema bíða eftir þessu frumvarpi, skuli vera valinn blaðamaður ársins.
Sýnir úr hverju blaðamannastéttin er samsett.
Bjarni Benedikt Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 17:28
Já satt segirðu Bjarni - Heyrðurðu vælutóninn í blaðakonunni þegar hún spurði hvort stjórnin væri að falla ?
Jóhanna á að segja af sér STRAX
Takk fyrir innlitið.
Brnrdikta E (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 17:39
Sammála þér Benedikta og Bjarni......Verst að Ólafur Ragnar tekur ekki við afsögninni....þau bralla eitthvað saman...
Eru þessir nýju ráðherrar ekki að tala um að vanda vinnubrögðin?
Ögmundur og Steingrímur til að mynda...
Ekki hafa þau eins hrærigraut eins og hjá D....en kanski mega þau vera það gagnvart Davíð og seðlabankanum...Efast um að þau nái að ljúka þessu fyrir kosningar....
Sagði mér einn mikill SF maður að þau geti sagt af sér strax,leið og þau væru búin að koma Davíð frá...áætlunarverkinu væri þá lokið...Mistókst með hvalveiðarnar..sem betur fer....
Skemmtilegir pistlarnir þínir....
Halldór Jóhannsson, 23.2.2009 kl. 20:47
Þakka þér fyrit innlitið Halldór.Ég er sko heldur betur sammála þér. SF og VG reyna að fixa eitthvað og mixa með "þjóðhöfðingjanum" á Bessastöðum - En Framsókn er með þau öll í sinni gíslingu og "þjóðhöfðingjan" með.Það sem vakir fyrir Framsókn er að halda þeim í spennitreyju svo lengi sem þeim hentar og þá sprengir Framsókn stjórnina með sínum! stæl - á þeim forsendum að þeir vinni bara faglega! og eftir sannfæringu sinni! - gera sig ósammála og sprengja svo!
Sigmundur Davíð er endurgerð af Alfreð!
Jóhanna er alveg farin á límingunni - hún ætti að segja af sér strax áður en Framsókn rústar henni fullkomlega - hún nær Davíð hvort sem er aldrei út úr seðlabankanum.
Spennandi að sjá framvinduna.
Kvaðja.
Benedikta.
Benedikta E (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 00:49
Hefur Jóhönnustjórnin ekki komið meiru í verk en Geirsstjórnin gerði á fjórum mánuðum? Þó að Davíð sé að þrjóskast í umboði framsóknar breytir það engu um frammistöðu núverandi stjórnar. Það var kannski faið full hratt í seðlabankamálið, en allt annað virðist vera í góðum farvegi.
Villi Asgeirsson, 24.2.2009 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.