Samfylkingin og Davíð Oddson !

Einelti Samfylkingarinnar gegn Davíð Oddsyni er ekki fyrst að byrja með frumvarpi núverandi forsætisráðherra  Jóhönnu Sigurðardóttur - um Seðlabankan.

Samfylkingin hefur yfir lengritíma einhent sér í að leggja Davíð Oddson í einelti - það eina sem Samfylkingin hefur opinberlega sýnt samstöðu um.

Minnistætt er þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom frá Bandaríkjunum sl. haust eftir sögulegt framboðsátak hennar til Öryggisráðsins - og einnig stofnun hennar á- Styrktarsjóði fyrir smá eyríki - og skuldbatt þar íslensku þjóðina til að greiða í þennan sjóð 4,5 milljónir Bandaríkjadala í næstkomandi þrjú ár!!!

Á þessum tíma hlaut Ingibjörg Sólrún að vita hvað vofði yfir fjármálum þjóðarinnar!!!

Ingibjörg Sólrún var ekki fyrr komin til Íslands eftir þessa frækilegu för sína en hún kom fram í fjölmiðlum með fyrirskipanir til Davíðs Oddsonar Seðlabankastjóra að hverfa þá þegar í stað úr Seðlabankanum - með dylgju tali - lét hún að því liggja að ellegar væri stjórnarsamstarfi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins lokið.

Á eftir fylgdu fleiri ummæli á svipuðum nótum frá Samfylkingarfólki í garð Davíðs Oddsonar - vert er að nefna sérstaklega þá Össur Skarphéðinsson og Ágúst Ólaf Ágústson - þeir fylgdu eineltinu fast eftir.

Utanfrá séð virkar þetta einelti Samfylkingarinnar á Davíð Oddson sem dómgreindarlaus árátta - í þeim tilgangi einum gert - að draga athyglina frá  óþægilegum málum í eigin ranni.

Davíð Oddson er mikilhæfur maður það er lýðnum ljóst - en að hann sé slíkt ofurmenni að hann ráði öllu á Íslandi og allt sem  miður fer sé honum að kenna - er áráttu kennt ofmat Samfylkingarinnar  á annars mikilvægum manni - Davíð Oddsyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var stjórn sjálfstæðis og Framsóknar sem vildi óð og uppvæg fara í þetta öryggisframboðsrugl. Ingibjörg tók aðeins við þessu á lokasprettinum og þá var búið að kosta miklu til. Sammála þér að Davíð er ekkert ofurmenni en hann var á vakt þegar allt hrundi og þess vegna á hann að fara frá. Þekki engan sem vill hafa hann lengur í Seðlabankanum.

Ína (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Offari

Þessi deila er að kljúfa þjóðina. Esb er að kljúfa þjóðina. Forsetinn mun líka kljúfa þjóðina. Pólitíkin sundrar þjóðini. Á meðan hlæja sökudólgarnir af því hvað þjóðin er vitlaus.  Við þurfum að losna við allan klofning og sundrun til að geta tekið saman á vandamálinu.

Jú jú seðlabankanum tókst ekki að halda gengi krónunar stöðugu þegar heimskreppan skall á en hefði einhverjum tekist það? Það er jú alltaf hægt að vera vitur eftirá en blekkingargróðatölur bankana gáfu ekki vísbendingar um að nú væri vá að banka að dyrum.  En Davíð mætti hinsvegar fara til að þeim hluta klofningsins ljúki.

Offari, 8.2.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband