Fátæktin er skattlögð hjá Steingrími og Jóhönnu - Húsnæðislausir sofa í strætóskýlum og kjallaratröppum.

En Jóhanna hreykir sér á Austurvelli - Í ávarpi sínu á Austurvelli stærði Jóhanna sig af auknum jöfnuði í þjóðfélaginu og Jóhanna gerði betur í sjálfhólinu og sagði "Allt bendir til að lífskjör alls almennings hér á landi haldi áfram að batna - líkt og undanfarin tvö ár"

Sumir kunna ekki að skammast sín.

Næstu hungurbiðraðir  - Mæðrastyrksnefndar - Fjölskylduhjálparinnar og Samhjálpar  - ættu að leggja leið sína í - mötuneyti Jóhönnu og Steingríms í Alþingishúsinu þar sem allt er í boði skattborgaranna og meðal annarra - þess fólks sem ekki á til hnífs og skeiðar fyrir sig og fjölskyldur sínar og þarf að leita sér ölmusu í hungurbiðröðum hjálparsamtaka -

 Þetta fólk ætti að fara í mötuneytið í Alþingishúsinu og fá þrí eða fjór réttaðan jólamat á hverjum degi.

Hvað eru þeir margir sem bornir hafa verið út af heimilum sínum út á götu - vegna fjárnáms - Jóhanna hefðu átt að segja frá því í ávarpi sínu og eins hvað það eru margir sem koma í mat hjá Samhjálp á degi hverjum - 150 manns og hryllilegar aðstæður þess fólks "venjulegs" fólks-

Jóhanna hefði líka átt að segja hvað margir það eru sem koma í hungurbiðraðirnar hvert sinn sem er matarúthlutun í plastpoka hjá ölmususamtökum - samkvæmt fjölmiðlaumfjöllun er þar yfir 200% aukning á milli ára.

Hver er aðkoma Jóhönnu og Steingríms að fátækt landsmanna? JÚ - Steingrímur og Jóhanna skattleggja fátæktina.

Stjórnarskrár varinn réttur nauðstaddra er þver brotin af því opinbera en í 76.gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir svo "Öllum sem þess þurfa,skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku,elli, atvinnuleysis ,örbirgðar og sambærilegra atvika"

Samkvæmt stjórnarskrár vörðum rétti nauðstaddra ber því opinbera að sjá fólki í neyð fyrir nauðsynlegu lífsviðurværi - þar flokkast undir fæði - klæði og íbúðarhæft húsnæði - Fólk í neyð á ekki að þura að leita sér ölmusu við heilsuspillandi og niðurlægjandi aðstæður eins og hungurbiðraðir og útigang.

Opinbera "velferðarkerfið" ýtir lögboðinni ábyggð sinni yfir á hjálparstofnanir sem ekki hafa úrræði til að leysa vanda þessa fólks - og ættu því að leggja niður þá aðstoð sem í boði er frá þeim - snúa dæminu við og vísa fólki í neyð þangað sem lögboðin úrræði eiga að vera til staðar hjá -Opinbera "velferðarkerfinu " í staðin fyrir að Opinbera "velferðarkerfið" vísar nauðstöddum til hjálparstofnana til að ýta frá sé þeirri lagalegu ábyrgð sem því ber að uppfylla.

 


mbl.is „Náð lengra en mig dreymdi um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband