Af hverju - NEI - við Icesave III ?

1 )  Icesave er líklega sakamál sem ekki ennþá hefur verið rannsakað til fulls.

2 )  Íslenska þjóðin skuldar ekki löglausar fjárkröfur Breta og Hollendinga.

3 )  Íslenska þjóðin á ekki að greiða óreiðuskuldir áhættusækinna fjárglæframanna einkabanka.

4 )  Ólöglegt er með öllu að skuldsetja íslensku þjóðina með jafnvel hundruðum milljarða fjárskuldbindingu - óskilgreindri fjárupphæð með opnu skuldabréfi / víxli.

5 )  Ofur skuldsetning ríkissjóðs er ólögleg aðför að þjóðinni og brot gegn Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands samkvæmt 40.gr. 41.gr. og 77.gr.

6 )  Að skuldsetja íslensku þjóðina með slíkum hætti myndi að öllum líkindum leiða til þjóðargjaldþrots - með eignamissi - fátækt og vesöld til langrar framtíðar.

7 ) Komandi kynslóðir - börn - barnabörn og barnabarnabörn yrðu hneppt í skulda og fátæktarfjötra til framtíðar.

8 )  Ríkisábyrgð með óútfylltu skuldabréfi /víxli - gæfi Bretum og Hollendingum heimild til að ganga að eigum þjóðarinnar - auðlindum - fyrirtækjum - landareignum og öðru sem þá fýsti að taka yfir.

9 )  Ísland væri ekki lengur frjálst og fullvalda ríki - heldur nýlenda Breta og Hollendinga.

10) Þess vegna segir frjáls og fullvalda þjóð  - NEI - við löglausri Icesave fjárkúgun Breta og Hollendinga.

Sameinuð stöndum vér! - Fellum Icesave-lögin   NEI - við Icesave III !

Íslandi allt !  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Undir lið 5 ) þar sem vitnað er til Stjórnarskrárinnar þá féll niður 42.gr. sem er mikilvæg og þarf að lesast í samhengi við þær fyrri - en þar segir svo "skal í frumvarpinu fólgin greinagerð um tekjur og gjöld" - Það er ekki nægilegt að setja spurningarmerki í gjaldalið frumvarpsins þar þarf að tilgreina fast ákveðna tölu sem lögin heimila eða heimila ekki - en spurningamerki í stað tölu er brot á Stjórnarskrá - og við slíku Landráði segjum við - NEI - !

Benedikta E, 19.3.2011 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband