Að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þrír að tölu skuli voga sér að ganga fram gegn þjóðar hag og gegn miklum meirihluta vilja sjálfstæðismanna - gegn Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins sem hljóðaði svo "við segjum - NEI - við löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu".
Þingmenn hafa ekki leyfi til að ganga fram með slíkum hætti gegn þjóðarhag - eru þessir þremenningar í fjárlaganefnd sem hafa sæti sín þar sem fulltrúar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - að misnota aðstöðu sína í þágu ógnarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur -
Skammist ykkar öll þrjú fyrir sviksemina - Þorgerður Katrín - Ásbjörn Óttarsson og Kristján Þór Júlíusson - með þessari framgöngu ykkar sannast þá að það sem kvisast hefur - það er þá satt.
Þjóðin á að kjósa um Æsseif - 3 - hún á sjálf að ákveða fyrir sig - hvort hún verður hneppt í skuldaánauð vegna glæpagengis Landsbankans.
NEI við Æsseif ! - NEI við ESB ! - NEI við kúgun og valdníðslu ógnarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Vér mótmælum!
Íslandi allt !
Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er tilbúin að ganga mjög langt til að sýna þeim að við unum þessu ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2011 kl. 17:54
Þú gleymir Bjarna Ben, Benedikta
Skúli (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:38
Helga - sammála þé - Vér mótmælum !!!
Benedikta E, 2.2.2011 kl. 23:32
Skúli - JÁ - JÁ Bjarni Ben. hefði átt að fá textann líka að sjálfsögðu og varaformaðurinn Ólöf Nordal líka - þeim ber báðum skylda til að framfylgja Landsfundarsamþykktum þau buðu sig fram til þess og voru til þess kosin í forustuna og þiggja fyrir það laun.
Standi þau sig ekki í því stykkinu í Æsseif 3 með - NEI - ekki hjásetu - þá verður að boða til Landsfundar hið snarasta og láta reyna á umboð þeirra - þau fengju örugglega mótframboð bæði tvö!
Benedikta E, 2.2.2011 kl. 23:40
hvað ætlið þið að gera - keyra áfram með sprungið á öllum ?
því þarf þetta að vera svo slæmt ekki gott en kanski ekki það versta en vissulega þarf að koma á hreint hversu mikið þetta er - þegar það liggur fyrir þá sjáum við hvert stefnir - vil ég þá frekar borga þetta "rán" heldur en Hörpu-sukkið allt en um það má ekki ræða bara borga um aldur og ævi
Jón Snæbjörnsson, 3.2.2011 kl. 09:21
Jón - Æsseif III í þjóðaratkvæðagreiðslu - ekki spurning.
"Hörpu-sukkið" minnisvarði um þjófagengi Landsbankans - viðbjóður - það hefði átt að gera þarna frystihús eða hjúkrunarheimili fyrir aldraða - það hefði stytt biðlistann eru ekki 200 aldraðir sem bíða eftir hjúkrunarrýmum en samt er fullt af rýmum sem eru ónýtt á hjúkrunarheimilunum vegna breytinga sem gerð var á vistunarmati - dulbúnar niðurskurðar aðferðir - "Velferð" ógnarstjórnar Jóhönnu.
Benedikta E, 3.2.2011 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.