Stjórnvöld kunna ekki að skammast sín - Ólöglegar kosninga um stjórnlagaþing "hafi ekki valdið neinum skaða" Þessa klausu tyggja ráðamenn upp - hver eftir öðrum -

eftir úrskurð Hæstaréttar um ólögmæti kosninga til Stjórnlagaþings. - Auðvitað hafa þessi hraksmánarlegu mistök ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur valdið margskonar skaða og jafnvel tjóni til dæmis fjárhagslegu tjóni fyrir skattborgarana svo um munar - frambjóðendur og kjósendur hvað með þá? Eru þeir auka atriði - það er kominn tími til að fólkið sé ekki sett í afgangsstærð hjá stjórnvöldum !

Það voru 10 þúsund sem kusu utan kjörfundar í Laugardalshöllinni - þegar það kom í ljós að talning atkvæða  var mjög seinvirk þá var jafnframt upplýst að 10 þúsund atkvæði væru vafa atkvæði eða ógild - voru þetta ekki utan kjörfundar atkvæðin úr Laugardalshöllinni ? - Er það ekki til skaða fyrir kjósendur ef fyrirsjáanlegt var að atkvæðagreiðslan þeirra væri ólögleg - er það ekki skaði fyrir  frambjóðendur að kjörbréf þeirra skyldi þurfa að ógilda.

Hverslags stjórnvöld eru þetta sem þjóðin hefur mátt þola í tvö afdrifarík ár sem Jóhönnu óstjórnin hefur límt sig á ráðherrastóla án þess að valda nokkru sem helst sem landsstjórn þarf að geta valdið til úrlausnar og þjóðarhag - ALLT sem þessi stjórnvöld hafa gert er gegn vilja og hagsbóta fyrir þjóðarhag - Skammist ykkar svo - ÖLL - Jóhönnu óstjórnin og snautið burt úr stjórnarráðinu -STRAX - ! - Stjórnlagaþing verður auðvitað blásið af - það verður ekki lengt í hungurbiðröðunum með ólögmætum fjármagns-austri Jóhönnu og Steingríms í stjórnlagaþing - NÚ er það - STOPP -


mbl.is Enn óvissa um stjórnlagaþingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband