Er borgarstjórinn í Reykjavík Jón Gnarr Kristinsson byrjaður á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár ? - Minna á fésinu - meira í borgarmálunum.

Hvernig væri að borgarstjórinn segði borgarbúum frá því hvernig fjárhagsáætlunin fyrir næsta ár gengur - hvernig henni miðar áfram - og hvar í fjárhagsáætluninni hann er staddur - Það viljum við í borginni heyra um frá borgarstjóranum. Það er verk borgarstjóranns að sjá um. Minna á fésinu meira í borgarmálunum - vinna fyrst leika sér svo.
mbl.is Jón Gnarr: Héraðsdómur flytji sig annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur nákvæmlega ekkert til þíns máls og það er sannarlega ekki þitt verk að ákveða hvað borgarstjórinn á að gera og hvað ekki. Sem betur fer.

Þú ert bara þessi týpíski tuðari sem fær útrás fyrir óuppfyllta drauma og langanir með látlausu nöldri og leiðindum. Hugmynd borgarstjóra er góð og hann á hrós skilið fyrir það starf sem hann hefur unnið í borginni síðan hann tók við.

Helgi Þór (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Benedikta E

Helgi Þór - Jón Gnarr er búinn að vera borgarstjóri í nokkra mánuði  - en hann hefur aldrei rætt neitt um borgarmálin - það er verksvið borgarstjóra.

Benedikta E, 18.9.2010 kl. 18:07

3 identicon

Helgi Þór, þessi vitleysingur hefur ekki gert einn hlut af viti sem Borgarstjóri, burt með þennan jólasvein strax.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 18:10

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það kemur fram hér á blogginu hjá Einari Guðjónssyni að Reykjavíkurborg fær 1 1/2 milljón á mánuði í fasteignagjöld af húsnæðinu og dr. Gunni þyrfti að geta selt vinylplötur fyrir 1 milljón á dag til að dæmið gengi upp rekstrarlega séð þarna.

Húsnæðið er í eigu ríkissjóðs og engar líkur á að það sé til sölu.

Þetta málefni er ekki aðkallandi fyrir borgina og miklu nauðsynlegra að halda sig við það að fullgera fjárhagsáætlunina og búa fólk undir veturinn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 18:22

5 Smámynd: Benedikta E

Þorsteinn - Hvað heldurðu -  maðurinn setur sig ekkert inn í borgarmálin og fólkið sem er með honum ekki heldur - eftir því sem maður heyrir með því að hlusta á beina útsendingar frá borgarstjórnar og borgarráðsfundum í útvarpinu - þessum fundum er útvarpað beint.

Benedikta E, 18.9.2010 kl. 19:09

6 Smámynd: Benedikta E

Árni - Takk fyrir þitt innlegg í umræðuna.

Benedikta E, 18.9.2010 kl. 19:11

7 identicon

Takk fyrir þessi skrif Benedikta E. Þau eru nauðsynleg og algerlega rétt mæt. Og Helgi Þór það er ekki þitt að segja hvað konan skrifar hér á bloggið sitt. Ef þetta er ekki þér að skapi, lestu þá eitthvað annað. Andrés blöð fást enn í bókabúðum. Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugri gagnrýni á störf allra pólitíkusa líka trúða sem eru að leika pólitíkusa og alls ekki van þörf ekki eru fjölmiðlar að þvælast mikið fyrir þessum borgarstjóra með ágengar spurningar. Þeir hafa frekar keppst viða vagga honum í bómull og segja alla nýjustu brandarna hans. Það heitir ekki gagnrýni það heitir meðvirkni. Og þannig virðast mér flest skrif þeirra vera sem ánægðir eru með  trúðinn. Gs 

Guðlaugur (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 00:42

8 identicon

Vá hvað Helgi Þór orðaði þetta vel.gæti ekki verið meira rétt hja honum endalausir tuð á þessari bloggsíðu þinni Benedikta(ertu Femínisti?).Guðlaugur hann er ekki að segja henni hvað á að skrifa hann er að benda henni á að þetta er tuð og nöldur í henni og hverskonar vanlíðan þetta er hjá henni,en hún opinberar það sjálf með sinni skrift.varðandi Andresböðinn ertu 12ára Guðlaugur? þetta er svo bæði lélegt og virkilega barnalegt skot, sem fær mig til að hugsa af hverju veistu svona mikið um barnablöð og hvar þau eru seld? ættir þu ekki að tala við pabba þinn og biðjan um leyfi áður en þu ferð á blogg síður eða ertu virkilega fullorðin maður? Benedikta voru konurnar á undan svona miklu meira að vinna i Borgar málunum? Hanna Birna var (ágætt)ekkert meira en það,eigum við að ræða Ingibjörgu eitthvað? I rest my case ;) .En núna þurfið þið að sætta ykkur við það að það er komin karlmaður i stjórn og er bæði skemmtilegur Borgarstjóri og góður Borgarstjóri hann hefur ekki gert neitt rangt,ef svo nefniði mer 1 dæmi.

en þið getið það ekki ! held þið fýlupúkarnir ættuð að látta vera að blogga kemur bara ansalega ut fyrir ykkur

jon fannar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 02:52

9 identicon

gaman að sjá að Þorsteinn H. hafi ekkert lært af fréttaflutningi og skoðanaáhrifastjórnun í hruninu og aðdraganda þess. Hann skrifar:

"Það kemur fram hér á blogginu hjá Einari Guðjónssyni að Reykjavíkurborg fær 1 1/2 milljón á mánuði í fasteignagjöld af húsnæðinu ..."

Nú er allt í einu gjörsamlega órökstudd athugasemd á blogginu notuð sem "sönnunargagn"???

Ef ég skrifa núna að Reykjavíkurborg fái 10.000 þúsund krónur í fasteignagjöld á mánuði af húsinu, myndir þú þá skipta um skoðun?

Valgeir (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 06:24

10 identicon

Halló....þetta er FIMMTI borgarstjórinn í Rvk síðan ég flutti aftur heim í júlí 2006! Hvað segir það okkur annað en að hér ríki algjört stjórnleysi og óreiða   ég get ekki séð að trúðurinn sé neitt verri en fyrirverar hans á undanförnum árum.

anna (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 08:31

11 Smámynd: Benedikta E

jon fannar - Valgeir - anna - Það eru beinar útsendingar frá borgarstjórnar fundum á þriðjudögum og frá fundum borgarráðs á fimmtudögum á 99.8 - það er mjög gagnlegt að fylgjast með umræðunni á þessum fundum - þá fáum við að fylgjast með því hvað við fáum fyrir atkvæðin okkar - látið ekki tækifærin framhjá ykkur fara. 

Benedikta E, 20.9.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband