18.9.2010 | 09:09
Trúnaðarmála mappa í trúnaðarmála herbergi:Trúnaðarmála tuggan gengin í endurnýjun lífdaga á Alþingi.Nú í umdæmi Atla Gíslasonar formanns þingmannanefndarinnar.
Ef þingmenn eiga að geta unnið vinnuna sína í þinginu þá er ekki hægt að halda frá þeim mikilvægum gögnum sem varða málin - það hlýtur öllum að vera ljóst. - En hvað með almenning hverju er verið að halda leyndu fyrir honum - Almenningur vill vita og á að " fá að vita"
Flestum hlýtur að vera í fersku minni þegar Steingrímur - Össur stungu undir stól lögfræði álitum og mikilvægum upplýsingum þegar Æsseif málið var til umræðu á Alþingi - þá varð til "trúnaðarmála mappa í trúnaðarmála herbergi" fyrir þingmenn - en til að það fengist í gegn að þingmenn fengju að berja augum þessi mikilvægu "TRÚNAÐAR" málsgögn þá varð ámáta uppþot í Þinginu og nú stendur yfir. Þá vantaði ekki að Birgitta Jónsdóttir færi mikinn í þinginu og krefðist allra upplýsinga - eðlilega.En hvað hefur breyst hjá Birgittu Jónsdóttur - nú er hún fylgjandi leyndarhyggjunni í Atlanefndinni.
Þingmenn segja vanda vegna landsdóms slegið á frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl þau munu aldrei dæma sjálfa sig það er á hreinu!
Sigurður Haraldsson, 18.9.2010 kl. 10:31
Ef þau dæma sjálfa sig þá verða þau dæmd síðar af örðum þingmönnum -
Leyndarhyggjan er einkunarorð þessarar ríkisstjórnar og allt upp á borðið og gegnsæi eru brandari -
Óðinn Þórisson, 18.9.2010 kl. 10:36
Sigurður - Hvernig ætlar Jóhanna að fara að því að dæma Geir og Árna án þess að Ingibjörg Sólrún fylgi með í þeim pakka?
Það sama vakir fyrir Jóhönnu núna og með Davíð úr Seðlabankanum - nema nú eru það Geir og Árni sem eru málið.
Benedikta E, 18.9.2010 kl. 10:47
Óðinn - Lyga brandari - óhæfrar - ríkisstjórnar - allt upp á borðið - gegnsæi.
En ég skil ekki hvað þú átt við að "ef þau dæma sig sjálf þá verði þau síðar dæmd af öðrum þingmönnum"?
Benedikta E, 18.9.2010 kl. 10:53
hefndin benedikta - ef þessir þingmenn dæma þessa 4 ráðherra eru ekki líkur fyrir því að þingmenn í framtíðinni ( ný ríkisstjórn aðrir stjórnarflokkar ) muni hugsanlega vilja hefna fyrir sitt fólk og dæma t.d skallagrím og jóhönnu fyrir að hafa beinlíns eins og í icesave málinu unnið á móti hagsmunum þjóðarinnar - OG almenna vanræsklu í starfi
Óðinn Þórisson, 18.9.2010 kl. 15:44
Óðinn - það er ekki hefnd - það væri réttlátt og þarft verk - framganga þeirra Jóhönnu og Æsseifs Joð Sigfússonar í Æsseif og ESB málum eru ekkert annað en valdníðsla á þjóðinni og landráð og við eigum ekkert að hlýfast við því að kalla landrá sínu rétta nafni - þó svo að þau tvö þoli ekki að heyra það í sannleikanum. Svo er auðvitað margt annað sem þau hafa gerst brotleg með eins og til dæmis marg endurteknar lygar þeirra bæði fyrir þingi og þjóð.
Benedikta E, 18.9.2010 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.