Fátækt á Íslandi: Það er lögboðin skylda ríkis og sveitarfélaga að sjá til þess að - allir - hafi fæði - klæði og húsaskjól!

Stendur ríkið og bæjarfélög undir þessari lögboðnu skyldu - NEI - En á því verður að verða breyting.

Fólk byrjar að standa í biðröðum utan dyra fimm klukkutímum áður en úthlutun á matargjöfum hefst hjá Fjölskylduhjálpinni í Reykjavík - sem eru sjálfboða samtök.

Hvernig ætlar ríki og bæjarfélög að sinna lögboðnum skyldum sínum gagnvart fátækum - þú þegar - þjóðfélagið á kröfu á því.


mbl.is Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Á tímum velferðarstjórarinnar stækkar og stækkar hópurinn sem á ekki fyrir mat.

Hann stækkar og stækkar hópurinn sem eiga ekki fyrir mat og þurfa á aðstoð hjálparsamtaka að halda. Áætlað er að yfir fimm hundruð fjölskyldur komi í dag  Allt að helmingsaukning hefur orðið  á einu ári. bilde?Site=XZ&Date=20100127&Category=FRETTIR01&ArtNo=521548424&Ref=AR&NoBorder

Síðustu ár hefur myndast biðröð við húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands á hverjum miðvikudegi þegar mat hefur verið úthlutað til þeirra sem þurfa. Um áramótin tók röðin að lengjast. Nú er svo komið að samtökin skoða hvort þau þurfi að fækka úthlutunardögum um einn í hverjum mánuði, og hætta þá úthlutun fyrsta miðvikudag í mánuði, til að fjármagn samtakanna dugi út árið.

Auk Fjölskylduhjálpar úthluta Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur reglulega mat. Á báðum stöðum fjölgaði umsækjendum eftir áramótin.

Hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur sóttu um fimmhundruð á viku að jafnaði u. Það er helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar hafa menn áhyggjur af ástandinu.



Fyrir þá sem vilja leggja Fjölskylduhjálp lið er hægt að skrá sig með því að senda sms með skilaboðunum FHI í síma 1900. Þá gjaldfærast 100 krónur af símreikningnum einu sinni í mánuði. Vilji fólk afskrá sig getur það sent skilaboðin .

http://redlion.blog.is/blog/redlion/entry/1025537/

Rauða Ljónið, 16.9.2010 kl. 13:29

2 Smámynd: Benedikta E

Sæll Rauða Ljón - Jú - JÚ það er gott og blessað að fólk sýni náungakærleika og hjálpi hvert öðru - En það opinbera má ekki komast upp með það að ganga á lægið og velta allri ábyrgð yfirá almenning. - Það þrengir að hjá fólki í auknu mæli svo færri og færri verða aflögufærir - þegar þá skortir fyrir sjálfa sig og sína.

Benedikta E, 16.9.2010 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband