Þingmannanefndin:Réttlæti án landamæra og án allrar mismununar!

Sanngirnis afgreiðsla þingsins vegna ráðherraábyrgðar hrunstjórnarinnar 2008

Lögð verði fram þingsályktunartillaga um gildistöku Pólskuaðferðarinnar sem felur það í sér að ráðherrar þeir sem áttu sæti í hrunstjórninni 2008 - allir sem einn og einn sem allir verði hýru dregnir - þannig að eftirlaun - biðlaun eða allar aðrar launagreiðslur til þeirra frá ríkinu verði felldar niður. Ráðherrar þeir sem ef til vill eru enn í störfum hjá ríkinu og þiggja fyrir það laun láti samstundis af þeim störfum.

Rök fyrir niðurfellingu allra launagreiðslna er sú að ekki þyki ástæða til að umbuna fyrir meinta vanrækslu eða afglöp í störfum opinberra embættismanna.

Þingsályktunartillögur þingmannanefndarinnar varðandi ráðherraábyrgð fyrir landsdóm verði í framhaldi af framangreindu - lagðar á ís.


mbl.is Ekki þingmeirihluti fyrir ákæru á hendur Björgvini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála Benedikta mér finnst þetta sanngjarnt og leiðir til þess að menn fara að vanda sig.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.9.2010 kl. 18:33

2 Smámynd: Benedikta E

JÁ - við erum sammála. Og myndi ekki kosta sömu lætin og fyrirsjáanleg eru með þessari aðferðafræði sem þingið ætlar að leggja upp með - tóm steypa.

Það skiptir máli að allir séu gerðir meðvitaðir um ábyrgð sína.

Benedikta E, 12.9.2010 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband