Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands leiðréttir enn fyrri ummæli sín sem hann "harmar " að hann hafi rangt farið með.

Samkvæmt leiðréttingu frá Sigrúnu Pálínu Ingvadóttur í fjölmiðlum var það Ólafur Skúlason sem kærði Sigrúnu Pálínu og tvær aðrar til ríkissaksóknara fyrir að bera hann( Ólaf ) röngum sökum.

Mikið fjölmenni var tekið til vitnaleiðslu - yfirheyrslu í þessu máli sem lyktaði þannig að ríkissaksóknari réð Ólafi til þess að draga ákæruna á Sigrúnu og hinar tvær til baka.

Karl Sigurbjörnsson hafði snúið þessu máli alveg á haus að sögn Sigrúnar Pálínu í fréttatilkynningunni.

Og biskupinn Karl Sigurbjörnsson heldur áfram að teja sjálfum sér trú um að hann hafu traust meðal landsmanna.

Og ekki ætlar hann að segja af sér - NEI - NEI - ekki aldeilis...........

Það segir biskupnum ekkert um traust það sem landsmenn bera til hans - að mjög miklar úrsagnir hafa verið síðustu daga úr þjóðkirkjunni - meira en áður hefur verið samkvæmt þjóðskrá.

Í dag voru það 4 starfsmenn á þjóðskránni sem ekki sinntu neinu öðru en úrsögn úr þjóðkirkjunni samkvæmt þjóðskrá. 


mbl.is Leiðrétting frá biskup Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Af hverju á herra Karl Sigurbjörnsson að segja af sér? Af því að hann fullyrti að konan hefði kært þegar hún gerði það ekki? Hann m.a.s. harmaði það eftir á, auðmjúkur. Mér finnst offorsið gagnvart Karli líkjast múgæsingu. Ef Karli verður gert að segja af sér þá skal annar hver embættismaður, þriðji hver forstjóri og hver einasti útrásarvíkingur segja af sér nafni sínu, starfi og heiðri. Þetta er orðið gott af bulli.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.8.2010 kl. 00:50

2 Smámynd: Benedikta E

Guðmundur - finnst þér hann Karl valda verkefninu ?

Hann er aumkunarverðari en hann er verðugur - það er rétt hjá þér að það eru margir á því róli.

En það er ekkert betra fyrir biskupinn þó einhverjir aðrir séu jafn vel verri en hann.

 Hann er þó eini biskupinn - sumum finnst hann verri en fyrirrennari hans - en ég er ekki sammála því.

Benedikta E, 24.8.2010 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband