Nú er sá sami fyrrum Lýsingar forsvarsmaður í nafni Bestaflokksins að hreinsa gamla ímynd af Orkuveitunni með því að reka forstjóra OR frá störfum eins og um sakamann væri að ræða.
Er þetta ekki nokkuð sem Bestaflokknum ber að skýra fyrir borgarbúum - rökstuðning stjórnarformannsins Haraldar Flosa Tryggvasonar á svo skjótum brottrekstri Hjörleifs Kvaran
Svo og rökstudda hvítbók fyrir stjórnarformanninn sjálfan Harald Flosa Tryggvason á störfum hans í Lýsingu fjármögnunarfyrirtæki og með hvaða hætti starfslok hans báru að hjá Lýsingu fjármögnunarfyrirtæki.
Þannig að enginn vafi leiki á að þar sé ekkert kám að finna sem reynst gæti óheppilegt - fyrir störf hans fyrir Orkuveitu Reykjavíkur - fyrirtæki í eigu borgarbúa - svo það liggi ljóst fyrir að OR er ekki í eigu einkaaðila.
Hjörleifur ekki blóraböggull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var Hjörleifur Kvaran hæfur til þess að gegna þessari stöðu? Afdankaður júristi sem er hvorki með reynslu né menntun sem nýtist í þessu starfi. Hverjum datt í hug að ráða hann á sínum tíma í þessa stöðu og á hvaða forsendum?
Guðmundur Pétursson, 18.8.2010 kl. 18:44
Hann var metinn hæfastur þeirra sem sóttu um starfið.
Benedikta E, 18.8.2010 kl. 19:30
Ísland er semsagt það illa statt hvað mannauð varðar að það þarf að ráða afdankaða lögfræðinga til þess að stjórna orkufyrirtækjum landsins?
Guðmundur Pétursson, 18.8.2010 kl. 21:47
Ertu að segja að Bestiflokkurinn hafi farið vanhæfis leiðina ?
Benedikta E, 18.8.2010 kl. 22:14
Það læðist að manni sá grunur að Besti Flokkurinn, sé hugarsmíð Samfylkingarinnar,enda er Jóni Gnarr fjarstýrt af Samfylkingunni og það sést augljóslega.
Númi (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 22:58
Númi - Það gæti svo sem átt við gæða stuðul Samfylkingarinnar - enda afspyrnu léleg útkoma -
Dragdrottningin beint ofan í Kardimommubæinn og Múmínálfana og þess á milli ekki orð af viti..........................Það varð of mikið
Og nú er Orkuveitan í höndunum á Bestaflokknum - fólk óttast að hún hafni úti í skurði hjá þeim.
Stór hluti kjósenda Bestaflokksins nagar sig illilega í handabökin fyrir að hafa veitt Bestaflokknum atkvæði sitt og með því brautargengi - slíkt verður ekki endurtekið - það er auðheyrt.
Benedikta E, 18.8.2010 kl. 23:27
Innihaldslaust þvaður hjá þér Benedikta. Er ekki OR komin út í skurð nú þegar? Hefur þú kynnt þér fjármálin þar á bæ? Líklega ekki, betra að þvaðra og blaðra eins heilaþvegnum Sjálfstæðismönnum er svo tamt.
Guðmundur Pétursson, 19.8.2010 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.