Guðrún Ebba Ólafsdóttir dóttir fyrrverandi biskups Ólafs Skúlasonar - óskaði eftir fundi með kirkjuráði þjóðkirkjunnar fyrir 1 ári síðan og hefur nú fyrst fengið áheyrn hjá kirkjuráðinu.

Hverslags vinnubrögð eru þetta hjá þjóðkirkjunni - var kirkjuráðið að reyna að koma sér undan því að taka á móti biskupsdótturinni og heyra hvað hún hefði að segja við ráðið.

Svo núna er Guðrún Ebba boðuð á fund með sólarhrings fyrirvara - annars hafði fundurinn ekki átt að vera fyrr en eftir 5 vikur.

Ráðið hlustaði á það sem Guðrún Ebba hafði fram að færa á fundinum - en spurði einskis.

Í lok fundarins bauð biskupsdóttirin ráðinu að spyrja hana spurninga en ráðið hafði engar spurningar fyrir hana að leggja. Er haft eftir Guðrúnu Ebbu í dagblaði í dag.

Það virðist algjör kreppa og pukur vera ríkjandi í þessu kirkjuráði - Maður bara spyr hvað er í gangi ?

En Guðrún Ebba á heiður skilið fyrir að leggja þetta á sig - Hún er sterk kona.


mbl.is Starfsmenn kirkjunnar skimaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin er: Hversu mörg ykkar eru í þjóðkirkju.. önnur spurning; Hvað þarf til svo þú hypjir þig af stað og skráir þig utan trúfélaga...
Já, ég stend utan trúfélaga.. það táknar að ÉG borga meira til samfélagsins en þið sem eruð búin að láta selja ykkur draugasögur...

doctore (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 15:10

2 Smámynd: Benedikta E

doctore - byrjaðu nú ekki að afvegaleiða umræðuna - málið snýst ekki um að borga meira eða minna hér eða þar.................................

Málið snýst um vinnubrögð kirkjuráðs þjóðkirkjunnar í - stór - alvarlegu máli - þar sem - pukur - á ekki við.

Benedikta E, 18.8.2010 kl. 15:42

3 identicon

Þetta hangir allt saman... þarna eru svona vinnubrögð, sem íslendingar borga 5000 milljónir í árlega...

Veistu, ég held að þú myndir segja annað ef þutrásarvíkingar væru til umræðu... þá væru peningar mál málana...


doctore (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband