Bjarni Benediktsson var spurður að því í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni - hvort ESB aðildarumsóknin yrði dregin til baka í þinginu - "JÁ - JÁ "- Bjarni sagði að svo myndi verða.

Þingsályktunartillaga lægi nú þegar fyrir í þinginu - lögð fram af öllum þingflokkum nema Samfylkingunni.

Bjarni sagði jafnframt að "lagt hefði verið á stað í umsóknarferlið á fölskum forsendum - það væri ábyrgðarleysi. Enginn þjóðarvilji væri  fyrir aðildarumsókn að ESB og ekki sé meirihluti fyrir málinu í þinginu"

Einnig var Steingrímur spurður í sama þætti hvort hann myndi styðja aðildarumsókn að ESB - Steingrímur svaraði því neitandi og jafnframt að flokkur hans væri þekktur fyrir andstöðu við aðild Íslands að ESB - svo mörg voru þau orð Steingríms J. Sigfússonar núverandi fjármálaráðherra.


mbl.is Ekki þingmeirihluti fyrir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur J. svaraði spurningunni á engan hátt neitandi. Hann sagði að hann styddi en umsóknina vegna þess að hann vildi að niðurstaða fengist í málið. Svo sagðist hann vera á móti ESB en þegar kom að umsókninni vildi hann klára hana. Ekki breyta sannleikanum.

Egill A. (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Benedikta E

Þú segir nokkuð Egill - skilningurinn á töluðu máli fer greinilega eftir eyrunum sem heyra.................

Benedikta E, 16.8.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband