Steingrímur Joð innblásinn af spunarokkum ríkisstjórnarinnar - fyrst á DV helgarblaði - endurtekur sig svo síðan á Sprengisandi Bylgjunar í dag.

Steingrímur Joð. - að hætti spunarokksins - segir spurningu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingkonu Sjálfstæðisflokksins hafa verið ónákvæma í fyrirspurnatíma á Alþingi 1. júlí 2009 - þess vegna hafi svar Gylfa viðskiptaráðherra verið ónákvæmt.

Þannig að Steingrímur Joð. vill greinilega reyna að drepa máli Gylfa Magnússonar á dreif með því að gera Ragnheiði Ríkharðsdóttur ábyrga fyrir útpældu blekkinga svari ráðherrans í þinginu varðandi - lögmæti myntkörfulána - en um það fjallaði fyrirspurn þingmannsins Ragnheiðar Ríkharðsdóttur .

Að hætti þingkonunnar Ragnheiðar Ríkharðsdóttur var hún afskaplega vel skýr í máli sínu í fyrirspurninni og notaði það hefðbundna orðalag myntkörfulán sem notað var í öllum fjármálastofnunum og allir vissu fyrir hverju stóð - þegar það lána fyrirkomulag var í útþenslu hjá fjármálastofnunum - bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum.

Hugtakið gengistryggðlán yfir myntkörfulánin kom ekki inn í umræðuna fyrr en lánin komust í umferð hjá dómskerfinu sem allir skilja jú líka - nema þá kannski Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra þegar honum hentar að tala málum út í bláinn- og blekkja og ljúga að þjóð og þingi -að þegja yfir sannleikannu og stynga honum undir stól á örlaga stundu - er lygi þagnarinnar - Steingrímur Joð er greinilega liðtækur aðstoðar maður viðskiptaráðherra við það - eftir því sem fram hefur komið frá Steingrími sjálfum.

En nú skulum við snúa okkur að fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur á Alþingi Íslendinga þann 1.júlí 2009 - hún hljóðar svo.

"Frú forseti: Í ljósi þessarar fyrirspurnar langar mig að spyrja hæstv. viðskiptaráðherra. Svo virðist sem myntkörfulánin séu í raun hrein krónulán en með erlendu viðmiði. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti slíkra lána hafið yfir allan vafa þegar höfð eru til hliðsjónar lög nr. 38/2001,um vexti og verðbætur ? Þar kemur fram að ekki megi miða lán við neitt annað en það sem þar stendur. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa? "

Svar ráðherrans við fyrirspurn Ragnheiðar var í formi einnar allsherjar blekkingar þvælu á sama hátt og Gylfi viðhafði í Kastljósþætti hjá Helga Seljan í síðustu viku og þeim sem þann þátt sáu og frammistöðu Gylfa ráðherra þar duldist ekki það sem þar var á seyði.

Engin furða þó ráðherrann héldi til fjalla eftir þann skandal.

www.althingi.is  frá 1.júlí 2009 - þar er hægt að sjá og hlýða á fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og svar Gylfa Magnússonar við fyrirspurn Ragnheiðar - þannig getur hver og einn best metið fyrir sig- hver sagði hvað og hvernig.

 


mbl.is Æskilegt að álitin hefðu borist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragnheiðar Ríkharðsdóttur  sem  þingmaður lá að kunna lögin jú hún ásamt öllum hinum þingmönnunum eiga ekki að þurfa á lögfræðiáliti að halda því þau setja lögin og bera ábyrgð á þeim lögum sem fyrir eru það á við alla þingmenn  63 sem eru á Alþingi Íslendinginga. Ég skil ekki þessa umræðu sem minnir meira á móðursýki en eitthvað annað, Það geta allir fengið lögfræðiálit við sitt hæfi það er ekkert hald í þeim fyrirfram sama hver gerir þau því yfirleit eru þau á þann veg eins og sá sem borgar fyrir þau vil hafa álitið hagstætt,

Ég tek það fram að ég styð ekki þessa ríkisstjórn frekar en aðra sem gerð hefur verið úr fjórflokknum á síðustu áratugum. Það er alveg með ólíkindum að þetta skulli vera stóra málið í islenskri pólitík er ekkert annað viturlega sem hægt er að færa þjóðinni til að fylgjast með eitthvað alvöru púður?

baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 20:18

2 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir innlitið Baldvin og þitt innlegg í umræðuna.

Benedikta E, 15.8.2010 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband